Vilhlem á afmæli Þetta áhugamál er búið að vera í djúpri lægð. Leggjum okkur fram við að rífa það upp aftur.

Ég vil vekja athygli á því að okkar fyrrum stjórnandi Vilhelm Smári Ísleifsson á afmæli í dag.

Fæddur þann 5 september árið 1986. Í dag gengur hann í tölu al-fullorðinna manna og er ekkert sem stendur í vegi fyrir honum (nema kanski einstakir barir sem hafa aldurstakmörk yfir 20 en þeir munu vera afar fáir)

Ég vitna því hér í hið ástkæra þjóðarstolt Íslendinga…
ég geeet allt ég á afmæli í dag, ég nenni ekki neinu. Ég geeeeet allt , ég er tvítugur í daaag ég nenni ekki neeeeeiiiiinuu!

Frá því að Vilhelm sendi frá sé sína fyrstu grein á manga http://www.hugi.is/manga/articles.php?page=view&contentId=1320890 hefur hann verið virkur þáttakandi í öllum sem þar fer fram þar til að hann hætti skyndilega fyrir skömmu.

Vilhelm verður að kallast einhver virkasti stjórnandi sem verið hefur á huga frá upphafi…aldrei sást vottur af neinum öðrum stjórnanda er hann var við völd. Iceheader fær stórt klapp á bakið frá mér fyrir að hafa tekið það erfiða verkefni að sér að leysa Vilhelm af og er honum að takast það vel fyrir höndum

Ég óska Vilhelm fyrir hönd ykkar allra innilega til hamingju á þessum degi og óska honum velferðar í lífinu.
Megi kraftur hinna stóreygðu fagurbókmennta vera með þér um aldur og eilífð.