Nana-umfjöllun Nana er bók sem að enginn sannur manga aðdáandi ætti að láta fram hjá sér fara. Tær snilld. Mínar uppáhalds bækur í augnablikinu og ég ætla að reyna að smita ykkur af æði mínu. Mwahahaha!!!!
***Höfundurinn er Ai Yazawa sem gerði allt vitlaust með tískubókinni Paradise Kiss, sem flestir þekkja enda yndislegar bækur. Nana er ekkert síðri en Paradise Kiss, ef ekki betri! Þetta er ein vinsælasta myndasagan í Japan í dag, og var gerð mynd eftir bókinni í fyrra. Stútfull af húmor, skemmtilegum karakterum, kynlífi, tónlist, tísku og partíum; þetta verða bara allir að lesa…líka strákarnir!!!

————————–
Við fylgjumst með lífum tveggja stúlkna, sem heita báðar Nana og eru þær eins og dagur og nótt. Þær flytja báðar til Tokyo eftir að kærastarnir þeirra flytja burt og hætta eiginlega með þeim í leiðinni. Svo ákveða skvísurnar að flytja líka til Tokyo en þar fléttast söguþræðir þeirra saman.
Ætla ekki að segja frá meiru því þá eyðilegg ég bara allt.

——-

***Nana Komatsu er rosaleg stelpu-stelpa, og föt og hitt kynið er hennar Akkilesar hæll. Voðalega óheppin í ástarmálunum, greyið. Hyper og einföld og stundum voðalega óþroskuð. Hún flytur til Tokyo til að ná stjórn á lífi sínu og til að gleyma öllum misheppnuðu samböndunum sem hún hefur verið í. Hana dreymir um ást og vonar til að finna hana í stórborginni.

***Nana Osaki er pönkari af Guðs náð og harður Sex Pistols aðdáandi. Hún er söngkona í hljómsveitinni Blast, og er hún kærasta bassaleikarans Ren, sem er skuggalega líkur Sid Vicious. Ólíkt Nönu Komatsu, þá er hún sjálfsörugg, einbeitt og svöl. Hún ákveður að flytja til Tokyo til að verða stærsta rokkstjarna Japans.


——-
I'm not suffering from insanity, I'm enjoying every minute of it.