Um myndasögusyrpuna Princess Ai Princess AI er gothic shojo manga myndasögusyrpa sem kemur út í 3 bókum frá TOKYOPOP. Teiknuð af Misaho Kujiradou og Yazawa Ai (Paradise Kiss) að hluta til. Hugmyndina á bakvið söguna átti Cortney Love (fyrrum eiginkona Kurt Cobain). Útfrá þeim tímum sem að hún bjó og kom fram í Japan á þessi hugmynd hennar um rokkdívuna Princess AI, stúlkuna sem fangaði hjörtu allra táninga heimsins að hafa þróast.

Aðalpersónur;

Princess AI; Allir ‘búningar’ sem hún birtist í, í bókunum eru í einhversskonar gothic/lolita stíl. Skapstór, frek, ofdekruð og undurfögur stúlka frá AI landi. Algjörlega einstök og hefur söng sem heillar alla.

Kent; Strákur sem hún hittir í fyrstu bókini og hann bíðst til að leifa henni að búa hjá sér um tima. Kemst hún svo að því að hann er hennar eina ást!

Hikaru; Samkynhneigður pilltur sem býr með Kent og er að farast úr hrifningu af honum.

Jen; besta vikona princess Ai sem hún kynntist á Club Cubid (strippklúbbur sem hún kom fyrst fram á)

Takeshi; Kynþokkafullur tattúeraður gaur með VIP á club cubid. Vinnur fyrir H.T.A. og tæknilega gerði princess Ai að rokkdívu!

Fa'an; Verndarengill princess Ai og leysir marga hnúta í sögunni.

Yoshi; Persónulegur aðstoðarmaður Ai fyrir H.T.A. tónlistaarfyrirtækið sem hún starfar fyrir. (Héllt alltaf að hann væri kona fyrst)

Hiro; illur umboðsmaður Ai.

Nora; Stríðsforingi Ai lands, vill jafnrétti milli manna og engla enn ekki að vera hærra settur enn þeir einsog sumir.

Kaz; Frændi Nora, heldur því fram að það verði að sigrast á mönnonum til að ná fram sigri. Og sendir the three furies á eftir Ai.

Söguþráðurinn er svo hljóðandi

Princess Ai lendir í Tokyo af einhverjum ástæðum. Er týnd og veit ekkert til hvers hún er þar og það eina sem hún hefur eru klæði sín ‘the heart shaped box’ og hálsmen. Hún rekst á Kent og hann hýsir hana um stund þar til hún fær samning við H.T.A. og er þá híst af þeim. Á leið sinni í gegnum frægð sína rifjast upp fleiri og fleiri miningar frá fortíð hennar. Svo kemur það í ljós að hún er haldin sérstakri orku sem getur leitt að sættum á milli manna og engla. Á lokatónleikum hennar í eina heimstúrnum hennar gerist svo svoldið óvænt og kemst hún að því hversvegna hún var send hingað og yfir hvaða rosalega mætti hún býr yfir.

Síða Misaho Kujiradou (sá sem teiknaði bækurnar) http://www.asahi-net.or.jp/~ci6r-tkhs/

Hægt er að fá mikinn Princess Ai varning á netinu svosem boli, action figures, dagatöl og póstkort.

Bækurnar gætið þig nálgast í verslunini Nexus sem er staðsett á Hverfisgötu 103.

Njótið!
Pirates do not cry, except in the case of the loss of a shipload of rum.