The Melancholy of Haruhi Suzumiya Núna í vor hefur heill hellingur af nýjum anime seríum sprottið upp, sem dæmi höfum við Fate/Stay Night sem að er ansi umdeild sería. En ég ætla ekki að fjalla um hana núna, heldur um eina “nýja” seríu (bara 2 mánuðir síðan hún byrjaði).
Serían heitir The Melancholy of Haruhi Suzumiya (Suzumiya Haruhi no Yuuutsu) og er gerð af framleiðandanum Kyoto Animation sem hefur gert meðal annars Full Metal Panic? Fumoffu! og Full Metal Panic! The Second Raid.

The Melancholy of Haruhi Suzumiya er búin til eftir bók sem er skrifuð af Nagaru Tanigawa. Mizuno Makoto reyndi að gera manga úr sögunni en eftir fyrstu bókina þá stöðvaðist öll vinnan út af því að gerð seríunnar varð önnur en hún átti að vera og höfundurinn hafði ekki komið þar við sögu.

Serían fjallar um stelpu sem að heitir Haruhi Suzumiya (sjá mynd til hægri), þegar hún byrjar í “High School” lýsir hún því yfir að hún hefur engan áhuga á venjulegu fólki, en ef að þú ert geimvera, tímaflakkari, esper (manneskja með yfirnáttúrulega hæfileika) eða eitthvað þvíumlíkt þá er þér velkomið að koma til hennar. Allir halda að hún er að grínast en svo reynist ekki vera og stuttu seinna þvingar hún Kyon til að hjálpa sér að búa til klúbb sem fær nafnið SOS Brigade (Saving the World by Overloading it with fun Suzumiya Haruhi Brigade. Reyndar þá er nafnið aðeins öðruvísi, en þetta var þýtt svona til að láta stafina passa) Síðan fylgja þættinir klúbbnum og meðlimum hans í “áhugarverðum” ævintýrum.

En þó svo að Suzumiya sé í raun og veru “aðal” karakter seríunar, þá er Kyon sá sem að serían “fjallar” um. Hann er nokkurskonar sögumaður þáttana og hendir inn helling af persónulegum skoðunum um það sem gerist.

Kyoto Animation hafa ekkert verið að spara í gerð þáttanna og allt lýtur mjög vel út, þar að auki er tónlistin frábær og passar alltaf við stemmingu mismunandi kafla. Serían er akkurat núna kominn upp í 8 þætti af 13 og hver einasti þáttur hefur verið hreint út sagt “Veisla fyrir augað”. Þeir hafa líka prófað nýja hluti, sem dæmi ganga þættinir ekki í réttri tímaröð, þannig að hver þáttur getur hoppað frá þætti 2 yfir í þátt 7 sem dæmi. OP (opening/byrjunarmyndband) er ágætt, lagið passar vel við þættina en hrífur mig ekki.
ED (Ending/Credits) er annars mjög vel gert. Þetta stutta “myndband” hefur laðað marga að seríunni og þar getur maður séð aðalpersónur þáttanna vera dansandi.

Einnig hefur Haruhi Suzumiya orðið einskonar meme og hérna getur maður séð eitt merki um það.

Persónulega þá finnst mér þættinir vera skemmtilegir, þeir eru góð blanda af karakterum og alltaf eitthvað nýtt að gerast. Það eina sem mér finnst vera smá pirrandi er að þættirnir hoppa á milli. Ég þurfti t.d. að bíða í 2 vikur eftir næsta þætti þegar það var rosalegur “Cliffhanger” (Spennandi endir, gerir það að verkum að þér langar að sjá næsta þátt)

Jæja, það er nú ekki mikið meira að skrifa og nei.. ég ætla ekki að skrifa um karaktera seríunnar þó svo að ég gerði það þegar ég skrifaði um Pani Poni Dash, mér finnst nefnilega skemmtilegast að upplifa karakterana sjálfur þegar ég sé seríur með söguþræði. (eitthvað sem PPD hefur ekki)

Ég vill enda þessi skrif með því að hvetja alla að prófa að horfa á þessa seríu. Einnig að vara alla við því að gefast ekki upp á fyrsta þætti, þar sem fyrsti þáttur The Melancholy of Haruhi Suzumiya er dálítið skýtinn (ef að maður fattar hann ekki).

Ísak Ásgeirsson - Assistant director of SOS Brigade.
Ég er búsettur í útlöndum (Svíþjóð) þannig að vinsamlegast fyrirgefið stafsetningarvillur.