Trigun Það er bara enginn að senda inn neinar greinar hérna á manga áhugamálinu svo að mér datt í hug að skrifa um þættina Trigun. Varúð samt, það gæti hugsanlega verið spoiler þarna einhversstaðar, ég held samt ekki. Njótið vel :)

Trigun þættirnir eru 26 talsins og voru gerðir árið 1998 af manni sem heitir Yasuhiro Nightow. Þeir fjalla um mann að nafni Vash the Stampede sem er eftirlýstasti maðurinn á plánetuni, það er 60 billjón dollara verðlaunafé á honum. Þættirnir gerast í fjarlægri framtíð á plánetuni Gunsmoke. Fólk í öllum bæjum talar um Vash sem goðsögn og hræðist hann því hann er sagður geta rústað heilu borgunum. En þegar maður fær að sjá Vash þá kemst maður að því að hann er ekki eins og allir segja. Hann er frekar klaufskur og aulalegur og líka góðhjartaður, maður fer svona að pæla í því hvernig svona góður gaur getur rústað borgum. Hann ferðast ekkert án byssunar sinnar og notar hana mikið en drepur þó aldrei neinn með henni því hann vill að allir lifi. Við fáum að sjá mörg ævintýri Vash í þessum þáttum og hann hittir ógleymanlegar persónur í mörgum þeirra eins og prestinn Wolfwood og tryggingarkonurnar Milly og Meryl. Við fáum að vita fortíð Vash og sjáum hvort hann er virkilega svona illur eins og allir segja. Þættirnir virðast fyrst bara vera grínþættir en síðan fáum við að sjá að þættirnir eru meira cool og dýpri en maður heldur. Þættirnir fá góða dóma á allskonar síðum t.d 9,2 á tv.com

Persónur þáttanna

Vash the Stampede: Fyrir 20 árum eyddi hann borg sem var köllum July. Af hverju eða hvernig er óvitað en síðan þá hefur hann verið eftirlýstur fyrir 60 billjón dollara. Margir hausaveiðarar eru á eftir honum en Vash tekst alltaf einhvernveginn að sleppa. Hann er góðhjartaður og meiðir aldrei neinn. Mottóið hans er líka “Love and Peace”. Einn af bestu anime karakterum EVER. Aldur: 27 ára

Nicholas D. Wolfwood: Hann er prestur sem vinnur fyrir munaðarleysingarhæli í bæ langt í burtu. Þegar hælið vantaði peninga fór hann í burtu til að safna peningum með ýmsum leiðum. Wolfwood er samt enginn venjulegur prestur, hann drekkur mikið og reykir, og er jafngóður og Vash í að skjóta úr byssu (semsagt mjög góður). Wolfwood bjargar þeim saklausu og er heroic og svona eins og Vash, en hann hikar ekki við að drepa fólk þegar hann þarf þess. Ansi skemmtileg persóna, næstskemmtilegasta persónan að mínu mati á eftir Vash. Aldur: 28 ára

Meryl Stryfe: Hún er starfsmaður hjá Bernadelli tryggingarstöðinni og var valinn ásamt Milly Thompson til að finna Vash the Stampede og koma í veg fyrir að hann valdi meira tjóni, því að hann er að kosta fyrirtækið mikin pening, í fyrstu trúir hún ekki að Vash sé aulinn sem hún sér sem étur kleinuhringina hennar og eltir stelpur, hún vill ekki trúa því. En þegar tíminn líður fer hún að kunna vel við hann og sér hann í öðru ljósi. Hún getur stundum verið pirrandi en oftast er hún fín persóna. Aldur: 24 ára

Milly Thompson: Eins og Meryl er hún starfsmaður í tryggingarstöðinni og ferðast með henni til að koma í veg fyrir tjón. Hún er góð vinkona Meryls og styður hana og verndar í öllu sem hún gerir. Þó að Meryl sé ekki stjóri Millys þá fer hún samt eftir skipunum hennar og lítur upp til hennar. Hún er ansi hávaxinn og býsna fyndin og skemmtileg persóna. Aldur: 24 ára

Legato Bluesummers: Hann er leiðtogi hættulegs hóps sem heitir Gun Ho Guns og er með einhverskonar hugarorku krafta. Helstu markmið hans eru að drepa Vash the Stampede og eyða öllu mankyninu. Eini maðurinn sem hann lýtur upp til er Millions Knives. Legato er algjörlega tilfinnignalaus náungi sem að er alveg sama um líf annarra. Ansi kúl og skemmtileg persóna. Aldur: Ekki vitað

Millions Knives: Maður sér hann í minningum um fortíð Vash. Vash finst hann vera geðbilaður morðingi og heldur að hann hafi dáið í eyðileggingu July fyrir mörgum árum. En allt bendir til þess að hann sé kominn aftur og sé nú með Gun Ho Guns hópnum. Knives og Vash hata hvorn annan algjörlega. Knives er flott persóna, og evil líka. Býsna skemmtilegur bara.
Aldur: 27

Rem Saverem: Kona sem maður sér í flashbackum hjá Vash. Hún söng alltaf lagið sem kemur eitthvað við sögu í þáttunum. Hún var í project seeds í áhöfninni þar fyrir mörgum árum sem átti að sjá um það að flytja fólkið á aðra plánetu frá jörðinni.

Meðlimir í Gun Ho Guns.

Fyrir utan Knives og Legato eru 11 mans í Gun Ho Guns

Monev the Gale: Hann berst með tvem vélbyssum sem eru fastar við hendurnar á honum. Að auki hefur hann aðra risa byssu sem er mjög kröftug.

Dominique the Cyclops: Hún er kölluð cyclops útaf því að hún er með einhvernskonar vél lepp fyrir einu auganu. Hún er ótrúlega hröð og hún getur drepið mann án þess að maður sjái hana út af hraðanum.

E.G Mine: Hann er eiginlega bara venjulegur gaur fyrir utan að hann er í einhverskonar stálkúlubrynju með göddum á sem hann getur skotið á óvini.

Rai-Dei the Blade: Einhver samurai með stórt sverð, þegar hann slær því niður myndast bylgjur sem eru lífshættulegar. Sverðið hans getur líka verið notað sem byssa.

Hopperet the Gauntlet: Mjög skrítinn pöddukarl eða eitthvað … Hann er með mjög sterka brynju og ansi sterkur.

Gray the Nine Lives: Hann er með brynju sem verndar hann gegn flestum vopnum. Það eina sem dugar á brynjuna er sýra.

Leonav the Puppet Master: Hann stjórnar brúðum til að berjast fyrir sig frá fjarlægð. Brúðurnar eru stundum dýr eða einhver sem að maður kannast við úr þáttunum.

Caine the Long Shot: Dularfullur náungi sem talar lítið. Hann er með langa byssu og miðar ansi vel, hann getur hitt skotmark marga kílómetra í burtu. Skykkjan hans er með svona camoflouge dæmi svo að hann getur falið sig vel.

Chapel the Evergreen: Kúreki með skrítin rauð gleraugu, hann notar líkkistur til að fela sig í og síðan læðist hann upp að fólki og ræðst á það.

Zazie the Beast: Hann getur stjórnað dýrum og lætur þau drepa fólk. Er líka með byssur á sér.

Midvalley the Hornfreak: Hann er alltaf ar sem Legato er, hann er alltaf spilandi á saxófóninn sinn sem hann getur notað til að gera einhverjar soundwaves eða eitthvað svoleiðis. Hann getur líka breytt saxófóninum í byssu.



Fyrir þá sem hafa ekki séð Trigun þá myndi ég byrja að horfa á þá, þið munuð ekki sjá eftir því. Trigun eru einir af bestu anime þáttunum sem ég hef séð. Takk fyrir, vonandi hafið þið haft gaman af þessu :)
I'm a winner, I'm a sinner. Do you want my autograph?