Já ég sagðist ætla að koma með smá samantekt úr hverjum kafla á fætur öðrum úr bókini “How To Draw Manga – Occult & Horror” og er ég búinn að setja inn þann fyrsta, þannig hérna kemur kafli númer 2.

Kafli 2. “Monsters & Ghosts”
Kaflinn byrjar á því að það er sýnt hvernig maður á að byrja á að teikna drauga, ekki alveg ósýnilega, og aðeins meira en aðeins útlínur. Sem sagt fólk sem sést vel í gegnum, sést að það eru draugar en það er menskt útlit á þeim. Þar er tekið fram að bakgrunnurinn verður að vera vel sjáanlegur og ekki kannski hvítur veggur, aðeins fjölbreyttara (t.d. mynd af stelpu í stiga, og önnur við bókahillu). Svo er sagt að það er fínt að láta draugana leysast upp, t.d. láta lappirnar “feida út”, og er tekið fram að loftið við drauginn er úr fókus, eða bakgrunnurinn alveg við útlínur draugsins eru úr fókus.
Svo er farið létt í skugga, sem sagt bara alveg eftirmynd af útlínum þess sem þú teiknar. Sýnt í hvaða áttir hann á að skyggjast miðað við ljósið.
Næst er aðeins farið í hvernig þú gerir eld (eins og af kveikjara) og með þann grunn er farið í hvernig þú getur gert “spirits”. Það lítur að mestu út kannski eins og eldur, en er ekki eldur, heldur eins og hvítir eldar (minnir stundum óeðlilega mikið á sáðfrumur haha), lítur kannski út eins og halastjarna, og þetta eru andar sem fljúga um og eru hálf ósýnilegir. Einnig geturu gert drauga út frá þessum sama grunni (eins og venjulega lak drauga í betrumbættri útgáfu), og einnig eins konar eldbolta og þannig lagað (eins og t.d. teiknar lófa sem snýr upp og þetta er smá frá þessu, eins og sá sami og þú ert að teikna hafi galdrað eldbolta út frá hendinni sinni og geti notað han sem vopn). Í rauninni geturu gert bara allt það sem þú vilt og ýmindunaraflið leyfir þér með þennan grunn, þetta eru bara hugmyndir og alltaf er gaman að vinna meira með þær og betrumbæta að þeim stíl sem hver og einn hefur.
Því næst er haldið á þær slóðir sem segja frá beinagrindum og beinagrindarófreskjum. Þar er bara sýnt í byrjun hvernig beinin í manslíkananum eru. Ekki ósvipað svona líkani eins og hægt er að finna í flestum skólum (og ekki erfitt að finna mynd af á netinu). Einnig er farið vel í liðamótin svo þú eigir ekki í neinum vandræðum með að setja saman bein og getur leikið þér með þetta eins og þú villt. Svo er sýnt hvernig þú getur betrum bætt hana og gert meira scary. Sett t.d. meira ógnvekjandi augu og beittari tennur, jafnvel bætt vígtönnum við, gert sprungur í bein og höfuðkúpu og fleira og fleira.
Næst er svo farið vel í það hvernig þú gerir beinagrindur drauga. Einfaldlega blandar saman manneskjum, beinagrindum og svo er flott að henda smá zombie stælum inní það í leiðinni. Gerir myndina sem þú ert að teikna bæði flotta og hræðilega í senn. Svo er sýnt hvernig flott er að hafa hana smá gegnsægja, hálfmenska, rotnaða beinagrind, og einnig er hægt að bæta sverðum og öðrum vopnum inní, þess vegna sem hafa verið notuð til þess að reka óvættina á hol, og er endalaust hægt að leika sér að því hvernig maður getur teiknað þessar myndir, notað bara hugmyndir héðan úr bókinni og betrum bætt og blandað saman til að gera eina góða í sínum stíl.
Svo í lokin, eins og í fyrsta kafla eru sýnd svona barnalegir draugar og verur, (þessar mynna mig svolítið á Pokémon verur) og alltaf er gott að fá smá svona hressingu við alla hræðsluna sem kemur í gegnum kaflann.

Ég mun svo halda áfram og klára að skrifa greinar uppúr köflunum á bókinni, sem eru 5 talsins, og ég vona að sem flestir geti notað þessar greinar við að hjálpa sér að teikna upp Manga, og einfaldlega fái áhuga á því ef þeir ekki hafa hann fyrir og jafnvel fari að kaupa sér bækur til þess að teikna eftir, því persónulega finst mér það mjög gaman.

Takk Fyri