Occult & Horror

Já ég fékk bókina “How To Draw Manga – Occult & Horror” í afmælisgjöf núna í vikunni, og ætla aðeins að fara í gegnum það helsta í hverjum kafla fyrir sigi. Ég hef verið að teikna uppúr bókinni “How To Draw Manga – Bishoujo. Pretty Gals” og þetta því mikil breyting á stíl, og þessi bók á svona betur við um mig. Ég ætla að byrja á að segja frá fyrsta kaflanum í henni og svo koma hinir koll af kolli.

Kafli 1. “The Theory Of Drawing The Occult”
Byrjað er að tala um hræðslu (fear), og hvernig má afmarka hann í teikningum (til dæmis að hafa dökkann bakgrunn o.s.frv.).
Farið er líka í það hvernig þú getur breytt venjulegum lífverum (dýrum jafnt sem mönnum) í ófreskjur, til dæmis með að breyta andlitsföllum, augum, tönnum og þannig, gera þau meira ógnvekjandi.
Því næst er farið í það hvernig þú skyggir á myndirnar og mótar bakgrunninn þannig að myndin “meiki sem mest sense” sem svona scary mynd, hafa t.d. ekki bjartann bakgrunn með mjög scary veru á kanski. Það er farið í alla mótun bakgrunns líka, hvernig þú lætur eins og það séu vindhviður og fleira.
Ekki má gleyma heldur að næst er farið í skordýr (svo sem köngulær og fleiri ógeðslegar verur sem má stökkbreyta með ímyndunaraflinu), og þess vegna að breyta þeim í mannslega mynd, og hvernig mannsekja myndi líta út eftir t.d. ef einhver ógeðsleg vera hefur komist í hana (uppétin og ekki geðsleg).
Næst er farið í það hvernig þú gerir munin á blóði og vatni. Hefur blóðið skiljanlega dökkt (oft bara svart) og vatnið ljóst eða alveg hvítt. Blóð í hári er t.d. haft matt, og þá er hárið gert glansandi svo blóðið sjáist betur. Einnig sýnt hvernig blóðslettur myndast ef þú myndir t.d. skera á slagæð og blóðið myndi spýtast út.
Næst er svo sýnt hvernig maður getur gert rotnaðar verur, eða uppvakninga (zombies). Þar er teiknað fyrst venjulegann mann, breytt honum síðan eins og ímyndunaraflið þitt leyfir þér, fjarlægir húð, líkamsparta jafnvel, og lætur svo blóð, gröft og annað ógeð leka úr honum bara þar sem þér sýnist, fötin oft rifin, og innyflin hangandi út hægri vinstri, mikil þjáning teiknuð oft (t.d. með svipbrigðum og augum)
Kaflinn endar síðan á því að það eru sýndar verur, litlar hryllingsverur, og eru þær ekki í eins grófu sniði og mikið af því sem er í þessari bók, eru þær meira “barnvænar” að mínu mati (þess má geta að frænka mín sem er tveggja ára komst í bókina og fór að skellihlægja því henni fanst þessar verur fyndnar).

Ég vona að þessar lýsingar mínar fari ekki fyrir brjóstið á neinum, ég reyndi að hafa þær sem minst grófar og ég gat, en bókin er dálítið gróf eins og nafnið kannski gefur til kynna þannig þið verðið bara að skilja það þannig.

Ég mun svo halda áfram og klára að setja inn hvern kafla fyrir sig.

Takk Fyrir.