Bækurnar eru 9 talsins, höfundur er Kazyua Minekura og bækurnar eru allar b.i 16. Það er til anime-þáttasería eftir bókunum en ekki horfa á þættina nema þú sért gallharður áðdáandi.

Saiyuki-saga:

Hin dásamlega paradís Shangri-La, miðpunktur allrar menningar og trúar í Austrinu, hefur farið til fjandans. Tilraun til að endurvekja einn hataðasta demon allra tíma, Gyumaoh, hefur orsakað svokallað mínus bylgju sem berst um landið og gerir alla einu-sinni-friðsama demona brjálaða og þeir fara að ráðast á menn og éta þá. Nú þegar menn og demonar berjast til dauða, er presturinn Genjyo Sanzo sendur með þremur öðrum demonum með mennsk blóð í sér til Indlands og eiga þeir að stöðva þessa uppvakningu og bjarga landinu. Þ.e.a.s ef þeir drepa ekki hvorn annan fyrst!


Karakterar:

Genjyo Sanzo: Prestur sem reykir, drekkur, blótar og drepur. Hann er mikill egóisti, skapvondur, gerir sífellt lítið úr öðrum, hefur ENGANN húmor en þessi myndarlegi 23-ára gaur hefur einnig góða dómgreind og ákveðinn sjarma. Uppáhalds frasarnir hans eru “Deyðu,” og “Ég drep þig.” Vopnin hans eru Maten Sutra særingarþulurnar, skammbyssa og pappírsblævængur fyrir hálvita. Honum semur best við Hakkai af öllum hópnum en verst við Gojyo. Hann setur majónes út á ramen núðlurnar sínar. O_o?

Son Goku: Þessi hugrakki og hressi(en fremur einfaldi), goðsagnakenndi Apakóngur; heilagt barn fætt úr steini þar sem kraftar jarðar söfnuðust. Til að borga fyrir glæpi sem hann framdi þegar hann var ungur, var hann sendur í fangelsi uppi í fjalli í algjörri einangrun og átti að dúsa þar í 500 ár, án þess að eldast. Hann er ALLTAF hugsandi um mat og er alltaf svangur, enda er hann bætandi upp fyrir þau 500 ár sem hann borðaði ekki neitt. Hann er demon en kórónan sem notar er svona “krafta takmarkari”(asnalegt orð) þannig að hann verður ekki snar. Hann er 18 ára, minnstur í hópnum.

Sha Gojyo: Gojyo er *mjög* pervertaður hálf-demon og útaf því að hann er aðeins hálf, þá er hann með blóðrautt hár og augu. Þótt hann virðist vera óheflaður og klúr við fyrstu kynni(og hann er það!!), þá er hann í raun eins og áreiðanlegur stóri bróðir. Helstu veikleikar hans eru konur, áfengi og sígarettur og hann og Goku rífast stanslaust. Hann keðjureykir.

Cho Hakkai: Hakkai er sá rólegi í hópnum og er alltaf brosandi en á bakvið brosið býr myrk fortíð. Hann notar kikou jutsu (gerð af Chi-bardagalistum)til að berjast og er þá ekkert lamb að leika sér við. Hann er 22 ára, eins og Gojyo, sem hefur verið besti vinur hans frá 19 ára aldri, þrátt fyrir hversu ólíkir þeir eru. Hann vinnur alltaf í fjárhættuspilum og öðrum leikjum og á lítinn hvítan dreka, Hakuryuu, sem getur breytt sér í jeppa. Reykir ekki, en heldur betur áfengi en allir hinir í hópnum.

Álit: Ég verð að segja að ég varð heltekin af þessarum bókum um leið og ég las þær. Þær eru fyndnar, spennandi, vel skrifaðar og Kazyua Minkekura er án efa með bestu manga-teiknurum allra tíma. Karakterarnir eru líka æðislegir(!) og bara virkilega, virkilega trúverðugir!! Líka vondu gaurarnir! Maður elskar þá alla(ekki vonda fólkið, blegh!) og núna getum ég og 4 aðrar vinkonur mínar t.d ekki mögulega valið okkar uppáhaldsgaur!! Því miður eru þessar bækur ekki eins þekktar hér á landi og útí heimi, en hvaðgeturmaðurgert!?? Kíkið á þetta, ég held fyrstu 8 bækurnar fáist á Borgarbókasafninu?
I'm not suffering from insanity, I'm enjoying every minute of it.