Chobits Ég tek enga ábyrgð á spoilerum

Chobits, sem er frá árinu 2002, fjallar um hinn 18 ára Hideki Motosuwa sem á heima á sveitabýli fjölskyldu sinnar í nárri framtíð. Hann hefur sótt um að komast inn í háskóla en fær neitun. Hann ákveður því að flytjast til borgarinnar og sækja einkaskóla í von um að komast inn í háskóla næsta haust. Þegar að hann kemur til borgarinnar kynnist hann ýmsum hlutum sem að hann var ekki vanur úr sveitinni. Tölvur, eða Persocom (sem þýðir í raun PC) eru t.d. ekki standandi á borðum þar sem þær safna ryki heldur eru þær í mannslíki með húð, hár og hegða sér líkt og menn. Hideki langar mikið að eignast eina svoleiðis en hann á engann pening aflögu. Allt í einu finnur hann þó eina svoleiðis í ruslagám. Hann tekur hana heim með sér og tekst að ræsa hana. Hann kemst strax að því að hún er ekki venjuleg Persocom því að það eina sem hún getur sagt er “Chii”. Hann ákveður því að skíra hana Chii. Með tímanum lærir hún að tala og gera alls kyns hluti en jafnvel þó að Hideki fynnist hún sérstök er hún enn sérstakari en hann grunar…

Hideki Motosuwa: Hideki er, eins og áður sagði, 18 ára strákur sem hefur átt heima í sveitinni alla sína ævi. Hann telur sjálfann sig vera mjög óheppinn því að hann komst ekki inn í Háskóla og foreldrar hans styrkja hann ekkert. Þegar að hann finnur Chii í ruslinu telur hann hins vegar lukkuhjólið hafa snúist við. Hann er með brúnt hár og augu og er í kringum 171 cm á hæð. Hann vinnur á “Club Pleasure. Flestir telja hann vera afar góðann gæja en honum er strítt mikið á því að vera enn hreinn sveinn. Hann er líka mikill ”klámhundur ef svo má segja og stundum lítur út fyrir að hann sé dálítill pervert.
Crispin Freeman talar fyrir hann í Ensu útgáfunni en Tomokazu Sugita í þeirri japönsku.

Chii: Chii er tölvan sem Hideki finnur liggjandi í ruslinu. Allir sem sjá hana eru sammála um að hún sé mjög falleg. Hún er einnig mjög sérstök því að hún starfar án stýrikerfis sem er afar óvenjulegt fyrir tölvur af þessu tagi. Minoru Kokubunji, vinur Hideki, vill jafnvel haldafram að hún sé ein að sérstökum tegundum Persocoms sem kallast CHOBITS, en þær eru tölvur sem hafa sínar eigin hugsanir og tilfinningar.
Chii er með ljóst hár, appelsínugulleit augu og er um 150 cm á hæð.
Michelle Ruff talar fyrir Chii í ensku útgáfunni en Rie Tanaka talar fyrir hana í þeirri japönsku.

Shinbo Hiromu: Hann er besti vinur Hideki og voru þeir afar góðir vinir allt frá því að þeir hittust fyrsta daginn er Hideki kom til borgarinnar. Hann gengur í sama einkaskóla og Hideki og er hann einnig 18 ára. Hann er nokkuð fróður um Persocoms og á hann eina sem heitir Sumomo. Hún er ekki jafn stór og Chii eða álíka Persocoms heldur er hún lítil og svipar til vel þróaðs farsíma. Shinbo er óskaplega góður og er alltaf tilbúinn til að hjálpa Hideki og öðrum, sem hann þarf nokkuð oft að gera. Hann er með svart hár og augu.
Seki Tomokazu fer með rödd Shinbo í japönsku útgáfunni en hann hefur einnig ljáð rödd sína sem t.d. Sagara Souske í FMP.

Minoru Kokubunji: Þrátt fyrir að vera aðeins 12 ára er Minoru vel þekktur innan netheimsins sem mikill tæknisnillingur. Hann er með svört augu og dökkbrúnt hár. Hann er munaðarleysingi og systir hans dó einnig 2 árum áður en sagan á sér stað. Hann dó þó ekki ráðalaus og bjó til Persocom sem leit út og hegðaði sér eins og systir hans en komst fljótt að því að það var ekki eins. Hann er góður vinur Shinbo og kynnist Hideki í gegnum hann. Minoru hefur mikinn áhuga á Chii og reynir allt hvað hann getur að komast að uppruna hennar.
Það er Mona Marshall sem ljáir honum rödd sína í ensku útgáfunni en Houko Kuwashima í þeirri japönsku.

Chitose Hibiya: Hún er managerinn í húsinu þar sem Hideki leigir sér herbergi. Hún er um 30 ára gömul, með svart hár og brún augu. Hún er einnig ekkja. Hún er afar góð manneskja og reynir allt hvað hún getur að hjálpa Hideki að annast Chii. Undir niðri á hún þó sér eitthvað leyndarmál…
Ellen Wilkinson Talar fyrir hana í ensku útgáfunni en í þeirri japönsku sér Inoue Kikuko um raddsetninguna.

Þetta eru helstu persónurnar en þær eru fleiri.
Ég mæli eindregið með þessum þáttum enda fullir af spennu gríni og skemmtilegri tónlist. Einnig er þetta góð saga sem fær mann til að hugsa, hlæja mikið ( ég hló oft upphátt :P ) og fleira. Einnig er hægt að lesa mangað sem er líka frábært. Animationið er samt mjög gott myndi ég segja og því er lítið hægt að setja út á seríuna.

Ég vona að þetta hafi verið ánægjuleg lesning og vonandi horfa sem flestir á þetta ;)

MaNgA ^_^