xxxHolic Þegar kemur að massívum söguþræði og ákaflega stíliseruðum teikningum þá kemur CLAMP fljótlega upp í hugan. CLAMP er manga stúdíó, skipað af fjórum kvenmönnum, sem hefur verið að gefa frá sér manga á borð við Cardcaptor Sakura, Clover, Magic Knight Rayearth, Tokyo Babylon. Tsubasa, Legal Drug og Chobits. Ég forvitnaðist til að kaupa Chobits (allar átta bækurnar) um árið, útfrá því hvað ég heillaðist af anime þáttunum, og varð sjálfkrafa aðdáandi CLAMP. Það eina sem fór ekki nógu vel í mig var rómantíkin. Don’t get me wrong, mér finnst gaman að lesa sætar sögur um ung pör, en þegar maður er með í höndunum átta bækur með freeekar langdregnum söguþræði sem byggist eingöngu á vandræðalegum samböndum á milli ótrúlega fárra karaktera þá verður maður pínu þreyttur á herlegheitunum. En mér líkaði bækurnar samt sem áður.

Útfrá áhuga mínum á Chobits þá fór ég náttúrulega að leita mér meira efnis eftir sama höfund/höfunda og rakst ég á seríur eins og Cardcaptor Sakura og Tokyo Babylon. Sakura fannst mér aaaallt of girly (ég las samt Chobits…hhmm) en, Tokyo Babylon vakti smá athygli en báðar þessar seríur hafa sameiginlegan galla. Of mörg volume. Ég gerði þau mistök að panta heilar átta bækur af Chobits, og átti því í erfiðleikum við að halda mér við söguþráðinn. Ég ákvað því að leita að einhverju minna… og fann tvær seríur. Clover og xxxHolic. Nafnið á seinna manganu vakti strax mikinn áhuga (hehehe) og því ákvað ég að “specca” á því.

xxxHolic fjallar um framhaldsskólanema að nafni Watanuki Kimihiro. Watanuki hefur þann eiginleika að geta séð anda og önnur yfirnáttúruleg fyrirbrigði. Sumum mundi finnast það skemmtilegt, en Watanuki er á öðru máli. Hann getur varla farið útúr húsi án þess að andarnir fari að elta og pirra hann. Einn daginn, í flótta frá leiðinlegum anda rekst Watanuki á lítið, undarlegt hús, á milli nokkurra stórhýsa í Tokyo. Skyndilega fer hann að hreyfast, án þess að taka eftir því og endar inni í húsinu. Þar hittir Watanuki kvenmann að nafni Yuko Ichihiro. Ichihiro er ekki lengi að taka á móti honum, og útskýrir að koma hans þar hafi verið ákveðin fyrirfram, vegna þess að Watanuki þarf ósk uppfyllta. Og það er einmitt það sem Yuko fæst við. Yuko býðst til þess að hjálpa fólki með öll sín vandamál, með hjálp galdra. Gegn sanngjörnu gjaldi, að sjálfsögðu. Yuko sannfærir Watanuki um að hann þufti hjálp hennar og að hann vilji fá ósk sína uppfyllta. En vandamálið er það að Yuko getur ekki hjálpað Watanuki án þess að fá greitt fyrir og hann getur ekki borgað henni neitt. Þess vegna ákveður Yuki að Watanuki skuli vinna hjá sér til þess að geta borgað henni fyrir óskina, og vera sinn einka “þræll” á meðan.
Dagarnir líða og Watanuki kemst í kynni við ýmsar persónur og margt undarlegt gerist. Yuki virðist kunna að meta félagskap Watanuki og heldur honum hjá sér flestar stundir sólarhringsins.

Það sem kom mér mjöög á óvart við xxxHolic, var það að margir karakterar úr öðrum manga bókum frá CLAMP koma fyrir í þessu manga. Ég vill ekki spoila fyrir neinum, en til dæmis fer Watanuki í lyfjabúð til að kaupa anti-hangover fyrir Yuko og hittir þar aðalpersónurnar ú Legal Drug, sem CLAMP eru einmitt að teikna þessa stundina. Fyrir alla Tsubasa aðdáendur þarna úti, þá gerist xxxHolic samhliða Tsubasa, bara í öðrum veruleika, og það kemur fyrir svartur Mokona í bókunum, sem er samhliða hinum hvíta Mokona (sem einnig kom fram í Magic Knight Rayearth) sem er í Tsubasa, og hefur Yuko samskipti við karaktera í Tsubasa í gegnum hann… cool eh? Reyndar þá virðist Yuko tengjast öllum stærstu persónunum í öllu sem CLAMP hefur gert á einn eða annan hátt!
Það sem stendur uppúr er samt frábærlega útfærður söguþráður og stórkostleg karakterahönnun. Ef það er einhver einn tími til þess að fara að lesa manga eftir CLAMP, þá er það núna!

9/10
Sprankton