Battle Angel Alita [Manga] Battle angel Alita.
Eins og nafnið gefur til kynna þá er sagan um stúlku sem heitir Alita, sagan gerist í þó nokkuð fjarlægri framtíð og byrjar í borginni “Scrap yard” sem hefur nafn sitt af því að hún er staðsett í kringum ruslahauginn frá hinni fljúgandi borg “Tiphares”.
vegna mikillar tæknikunnátu þá er fólk í véllíkömum alls ekki óalgegnt í þessari ruslaborg, þá er morð, rán og eyðilegging daglegt brauð og vegna þess að það er engin löggæsla í borginni þá bjóða verksmiðjurnar sem sjá um framleiðslu fyrir Tiphares fé til höfuðs glæpamanna.

Sagan byrjar einn daginn er maður einn að nafni Daisuke Ido er á gangi á ruslahaugnum í leit að varahlutum, þá gengur hann fram á mannveru í véllíkama eða það sem eftir var af henni sem var aðeins efsti hluti brjóstkassans og höfuðið eftir að hafa skoðað hana komst hann af því að heilinn í henni var á lífi í nokkurskonar dái.

Eftir að hafa lífgað hana við kemur í ljós að hún hefur misst minnið Ido gefur henni því nafnið Alita, og þar með hefst ævintýri sem spannar tæp 20 ár.

Þetta er alveg einstaklega vel vandað Manga og mæli ég eindregið með því fyrir þá sem hafa mikinn áhuga á þessum merkilega skemmtilegu myndasögum.
People say that I'm evil and twisted but I really have the heart of a young boy, in a jar on my desk.