Ég er nýbúinn að sjá mína fyrstu manga mynd um helgina og ég ætla að skrifa aðeins um hana.

Myndin hét “Ghost in the shell” og aðal persónurnar eru “MAJOR” Motoko Kusanagi, Bateau, Togusa og The puppetmaster.

Kusanagi: Vinnur í Security Police sector 9. Hún er sérfræðingur í “unlawful activity” s.s. njósnum og eyðileggingu. Hún stjórnar Bateau og Togusa. Kusanagi lét breyta sér í vélmenni, líkami hennar er allveg 100% vélmenni en aðeins hluti heila hennar er mennskur.
Tölvuheili hennar getur tengt sig við allar tegundir talva í heiminum. Þegar The puppetmaster kemur uppá yfirborðið fær það hana til þess að efast um sál sína eða “Drauginn” hennar.

Bateau: Er líka Security officer í svæði 9 og er partur af lipði Kusanagi. Hann er líka sérfræðingur í “unlawful activity” eins og Kusanagi og er búinn að vinna með henni í nokkur ár. Hann þarf oft að halda aftan að Kusanagi sem á það til að ganga of langt. Þau eru búinn að vinna lengi saman svo þau eru orðin nokkuð góðir vinir.

Togusa: Enn einn félagi Kusanagi og Bateau, hann var ráðinn af Kusanagi úr lögreglunni eftir að hafa verið “scouted” af Kusanagi.
Þótt að hann sé tengdur til “The cybernet” (upplýsinga vefur) þá er líkami hans að mestum hluta mennskur, hann er oftast talinn utangarðsmaður af hinum í svæði 9 þar sem allir aðrir eru vélmenni sem hafa verið ráðin úr Hernum.

The Puppetmaster: Codename “project 2501” er forrit sem var búið til af “The Ministry of Foreign Affairs” fyrir diplómatísk samsæris verk. Það er tengt við öll tölvukerfi í heiminum. Eftir að hafa farið inní marga gagnagrunna og mörg forrit. Þá fékk það einskonar “vitrun” og lýsti sig lífveru.


Sagan:

Sagan gerist árið 2029 og vélmenna lögregla er að leita að hacker sem kallar sig The PuppetMaster sem er búinn að vera að reyna hacka drauga eða sálir í vélmennum. Ef hann nær að komast í líkama þá getur hann sloppið fyrir fullt og allt. Einn af þessum vélmenna útsendurum er “Major” Motoko Kusanagi, sem er mjög vel þjálfuð og er send til þess að ráðast gegn the Puppet Master.Kusanagi verður að taka mikilvægustu ákvörðun í lífi sínu þegar The puppetMaster stingur upp á því að sameinast við Kusanagi. Á meðan er The ministry of foreign affairs go the internal bureau of investigation reyna að eyða puppetmaster því þau bjuggu hann til svo þeir verði ekki upplýstir af samsæri. Kusanagi verður nú að ákveða hvort hún á að hjálpa puppetmaster að ná sínu takmarki að verða mennskur og ap vera til utan netsins.


Það sem mér fannst: Mér fannst þetta ein sú besta mynd sem ég hef séð og get horft á hana aftur og aftur og alltaf uppgötvað eitthvað nýtt í henni.

heimildir um charactera fengin á http://www.manga.com/ghost/links.src.html