Samurai Deeper Kyo Sæl-ó-sæl.

Eftir eina lélega grein frá mér hér á Manga fyrir rúmu ári (maí 2003) hefur
ýmislegt breyst hjá mér. T.d. hefur mér loksins tekist að lemja því inn í hausinn á
mér að Manga væru bókmenntir og Anime væru teiknimyndir c“, )

Vinir mínir höfðu orðið algerir Manga og Anime nördar og voru nánast farnir að
tala japönsku í skólanum á tímabili, sögðu ”Nani“ í stað ”Hvað“ og ávörpuðu mig
með ”-san“ í endann *L* loksins tókst þeim að sannfæra mig um að prófa smá
Manga/Anime og ég tók mér eina SDK bók (Samurai Deeper Kyo) á bókasafninu
og ég heillaðist. Á andartaki var ég orðinn sjúklingur! (ok, nú er þetta farið að
hljóma eins og eiturlyf)

Eftir að hafa lesið hana kom ég inn á bókasafnið u.þ.b. klukkustund síðar og
pantaði SDK2 bókina. Ég las hana og varð að fá meira. Ég kom aftur á bókasafnið
nokkru síðar og tók Love Hina 1, 2 og 3 og ég er nú að vinna í því að lesa þær. En
þetta átti nú víst að vera um Samurai Deeper Kyo ( ‘ . ’ )

*****LIGHT SPOILER WARNING*****









Samurai Deeper Kyo gerist 4 árum eftir hinn mikla bardaga Sekigahara, á tímabili
er kallast Edo Era (1603-1868) sem var svona ”Golden Age“ í Japan, eftir Sengoku
Era, sem var tími borgaralegu stríðanna en Sengoku Era var á árunum 1467-1568,
í 101 ár. Það var tími Samurai-ana. Þannig að Samurai Deeper Kyo gerist svona
u.þ.b. árið 1605, í upphafi Edo Era. Þá er það komið á hreint.

Aðalpersónan er lítil písl sem heitir Kyoshiro og er lyfjafarandsali (medicine
pedlar). Hann virðist líkjast hinum mikla Demon Eyes Kyo sem hefur drepið yfir
1000 manns og er eftirlýstur og fást 10,000 Ryo (15 gramma gullpeningar) fyrir
höfuð hans. Yuya, Bounty Huntress, ætlar að ná Demon Eyes Kyo og ræðst þá á
aumingja Kyoshiro. Hún trúir afsökunum hans um að hann sé ekki Demon Eyes
og leggur upp í ferðalag með honum.

Nokkru seinna kemur í ljós að Kyoshiro deilir líkama með Demon Eyes Kyo og
Yuya verður skelfingu lostin, en henni líkar við Kyoshiro þannig að hún heldur
áfram að ferðast með honum þó að af og til sé hann fjöldamorðingi með risasverð
sem hefur drepið yfir 1000 manns :P En hún hefur meira í pokahorninu…








******END OF SPOILER*****
Ég mæli með að sem flestir taki sig til og lesi þetta frábæra Manga, en ég er ekki
alveg sjúr á því að þetta sé til sem Anime… alla vega, sjáumst og vonandi hafið
þið haft gaman af þessum skrifum mínum c”, )

LPFAN-san