Fullmetal Alchemist   (FMA) Á meðan ég var að “surfa”/vafra á netinu tók ég eftir því að FMA var hægt og bítandi að afla sér vinsælda sem nánast jafnast á við vinsældir Naruto. Þannig að ég ákvað að líta á þessa seríu og sjá hvort eitthvað væri varið í hana. Og frá fyrsta þætti var ég ,,hooked".
Í stuttu máli fjallar serian um tvo bræður, Edward og Alphonse Elric, sem að misstu móður sína á unga aldri. Þeir söknuðu hennar sárt og fóru að leita að leið til að endurvekja hana með Alchemy. þeir reyndu að endurvekja hana með hinni forboðnu tækni Human Transmutation. Áætlun þeirra gekk ekki upp og í staðinn tapar yngri bróðirinn Al líkama sínum og Ed missir hægri höndina og vinstri fótinn. En Ed nær að binda sál Al í stóra riddarabrynju, þannig að Al er nú gangandi og talandi brynja. Þeir leggja af stað í ferð til að reyna að finna leið til að fá líkama sína aftur.
Þetta er svolítið erfitt að útskýra þannig að ef fólk hefur áhuga verður það að horfa á þetta til að skilja hvað ég er að meina.

Gæðin eru æðisleg enda við hverju er annars að búast af Bones sem eru animation producers sem hafa m.a. gert RahXephon og Wolf´s Rain.
Höfundur er Arakawa Hiromu.
Sagan er áhugaverð og mikið er af óvæntum plot twists sem að koma sífellt meira á óvart. Sagan er spennandi og frekar dark á köflum en inn á milli koma mjög fyndin atriði sem að lífga heilmikið upp á þættina. Einnig koma fram ýmsar heimspekilegar spurningar upp á yfirborðið.
Persónurnar eru jafnmargar og þær eru mismunandi. Allar persónur hafa skemmtilega persónuleika og ekki tekur langan tíma að finna sér uppáhaldspersónu.
Músíkin er æðisleg og flest Op/En lögin eru grípandi og skemmtileg en það er ekki hægt að segja um mörg animeseríu op/en lög.
Allir ættu að kíkja á þessa seríu sérstaklega ef fólk hefur gaman af dark-themed söguþræði, hasar,spennu, humor og eðlisfræði (smá djók)…
Hægt er að nálgast fyrstu þættina í Nexus og ef fólk verður ekki heltekið á fyrsta þætti ættu það samt að gefa svona fyrstu 6-7 þáttunum séns því þá byrjar serían fyrir alvöru.