Gokusen/ mob teacher
Ég kynntist nýverið seríu sem nefnist Gokusen eða á ensku Mob Teacher. Fjallar um unga konu að nafni Yamaguchi (23ára)sem hefur ætíð þráð að verða kennari. Hún fær vinnu við einn framhaldsskóla en sá skóli er einungis strákaskóli og er þekktur fyrir vandræðagemsa. Yamaguchi virðist vera ósköp ,,retarded´´ eins og strákarnir í bekknum kalla hana, en í raun og veru er hún verðandi Yakuza (mafia) foringi sem er snillingur í martial arts og er algjör harðnagli en hún vill ekki að neinn í skólanum komist að því, því þá fær hún aldrei að kenna.
Hún ræður yfir nokkrum mönnum sem eru henni algjörlega hliðhollir.
Shin-chan, einn strákur í bekknum, grunar að það sé eitthvað meira við hana en hún lætur uppi.
Þannig byrjar þessi bráðskemmtilega sería.
Japanska talsetningin er mjög góð og serían er vel gerð þó að stíllinn sé svolítið öðruvísi en í öllum þessum nýjustu anime-um.
þetta er mjög ný sería sem er ein af þeim fyndnustu sem ég hef séð en hún er ekki enn komin hingað til lands þar sem hún var nýlega licens-uð og þekkist þar af leiðandi ekki mikið fyrir utan Japan.
Ef þið hafið tækifæri á að nálgasta hana einhvers staðar þá mæli ég eindregið með þessu anime ef áhugi er fyrir húmor, martial arts og general sillyness.