Naruto Serían “Naruto” er frekar nýleg sería. Hún hefur bæði verið gefin út í manga og anime, og kemur enn vikulega út nýr þáttur í Japan. Hingað til hafa um 70 þættir verið fansubbaðir (þýddir af aðdáendum og hægt að ná í af netinu).

Í aðalatriðum fjallar þessi þáttaröð um 12 ára drenginn hann Uzumaki Naruto (sem er alltaf í über appelsínugulum samfestingi), frekar hávaðasaman og ofvirkan pilt sem langar að verða ninja. Hann býr yfir miklu leyndarmáli sem hann veit ekki einu sinni af sjálfur, því að andi risastórs refs með níu skott (ekki spyrja, ég veit ekki af hverju) sem lagði þorpið hans nær í rúst fyrir 13 árum er innsiglaður í líkama hans. Síðan þá hefur ekki mátt tala um það, því Naruto má ekki komast af því of ungur, en foreldrar hafa ósjálfrátt tekið heift sína yfir eyðileggingu bæjarins út á greyið Naruto og þar með hata börnin hann líka. Þar á ofan er hann munaðarlaus.
Eftir að útskrifast úr ninja-akademíunni lendir hann í liði með hinum svellkalda og hæfileikaríka Uchiha Sasuke og sætu stelpunni með stóra ennið sem virðist ekki geta barist neitt Haruno Sakura, undir leiðsögn Hataki Kakashi, sem virðist einhverra hluta alltaf vera stoned…
Sagan er þrælmögnuð, flottir characterar, kannski einhverjar steríótýpur, en þó virðast flestar brjótast út úr því fyrr eða síðar, dramatískar fortíðir og húmor, spennu og einhverskonar rómantík blandað saman í mjög safaríka seríu.

Engar áhyggjur, ég er ekki búin að kjafta miklu.
Mín fyrstu viðbrögð við seríunni voru þau að mér fannst þetta helst til bjánalegt, jafnvel barnalegt, en einhverra hluta vegna hélt ég áfram að horfa. Og ég sé ekki eftir því. Sagan verður sífellt alvarlegri, flóknari og dramatískari, heldur húmornum út í gegn, og mér sýnist að fjármagnið sé stöðugt því mér finnst helst til lítið um stillframes. (kannski hef ég bara horft á of margar illa fjármagnaðar seríur…)

og nú er komið að mér að þegja…
"