Ragnarök 1 eftir Miyung-Jin Lee Ég var, eins og ég geri oft. Að fara í eina af þessum
næstum-því-daglegu ferðum mínum á bókasafn Kópavogs,
þar sem að kynntist Manga.

Ég ætlaði að gá hvort að bókasafnið væri búið að kaupa
nýjustu Shadowstar bókina, og ef svo væri ætlaði ég að taka
hana. Þegar ég var að renna augum mínum yfir rekkan kom
ég auga á fyrstu bókina í seríu sem að ég hafði reynt eftir
mesta megni að forðast vegna þess að hún gæti valdið mér
vonbrigðum. En það var Ragnarök, ég sá að fyrsta bókin var
inni og áður en að ég vissi af var konan búnað skanna
bókasafnskortið mitt og spurði: “Viltu poka?” Ég sagði nei,
stakk bókinni inná mig og fór.

En þar sem að ég ætlaði ekki að segja frá bókasafns ferðum
mínum heldur skrifa um bókina, sem að kom mér töluvert á
óvart.

Bókin er eins og sagt er í greinarnafni eftir Myung-jin Lee. Og
er þídd af Richard A. Knaak. Manninum á bakvið Diablo og
Warcraft myndasögur Blizzards.

Bókin fjallar um tíman þegar komið er að Ragnarökum í
miðgarði og öðrum tilheyrandi stöðum. Þ.e. sögusviðið er
okkar hlýtt elskaða goðafræði og kemur í ljós að höfundur
hefur lesið sér mjög vel til.

Myndirnar mynna lítið sem ekkert á okkar gömlu goðafræði.
Bara gott gamaldags manga. Eitt atriði sem að mér finnst
galli er það að maður nær ekki alveg að tímagreina þorpin og
er sagan semsagt töluvert meira fantasíu saga heldur en
víkinga saga þ.e. allt er í japönskum stíl.

Bókin byrjar á því að kvenkyns seiðskratti að nafni Fenris
Fenrir(?) Veit að komun Ragnaraka og er á þeirri skoðun að
þau verði að gerast. Til þess að koma því kring, fer hún í hið
heilaga hof Breiðablik (Gó blikar!) til þess að finna hið heilaga
sverð Baldurs, fallna guðsins (glöggir lesendur vita um hvern
er verið að ræða.) Æsirnir hafa sent Valkyrjurnar tólf til þess
að koma í veg fyrir þetta ætlunarverk hennar. Því að ef að þeim
tekst að komast hjá Ragnarökum munu þeir stjórna
heiminum áfram næstu þúsund ár. Nú ein slík Valkyrja bíður
Fenrisar og takast þau á sem endar með því að Fenris nær
sverðinu, og notar einhvern galdur og teleportar sig í burtu.

Á meðan eru tvær manneskjur, önnur að nafni Iris Irine og hin
að nafni Chaos að berjast við (andlitsorma?) Face Worms til
þess að fá fé sem lagt var þeim til höfuðs. Þau vinna og ná af
þeim hornin og fara niður í bæ til þess að sækja vinninginn.
Þar hitta þau þjóf sem að stelur af þeim horninu.

Þau ná því aftur og ákveður þjófurinn að slást í för með þeim
til þess að ná sverði er Iris Irine hefur slíðrað og á það að vera
rosalega verðmætt.

Á öðrum stað er Skurai the cursted prosecuter ( :-S ) fundinn
af bounty hunter sem að gerir aumkunar verða tilraun til þess
að drepa hann. Hann drepur viðkomandi náunga og koma til
hans Huginn og Muninn (Ég er frekar óhress með útlitið á
þeim.) og kemur þá í ljós að hann er bölvaður með sverði
sem að þyrstir í blóð og gefa Huginn og Muninn vissar
vísbendingar um blóðið sem mun seðja sverð hans.

Ætla ég ekki að gefa upp meira þar sem að ég vil ekki
skemma fyrir ykkur þessa lesningu sem að ég mæli
tvímælalaust með. Og þó að ég líti ekki á þetta sem viðbót við
Snorra Eddu heldur aðeins túlkun eins mans. Er þetta
skemmtileg túlkun engu að síður sem að ég mæli með.

Takk fyrir mig.
Ég læt ekki sjá mig hér nema að ég sé fullur/með svefngalsa/geðbilun á háu stigi