Card Captor Sakura Card Captor Sakura er sería eftir CLAMP, og eru til bækur, mynd og þættir sem hafa m.a. verið sýndir í Bandaríkjunum undir nafninu CardCaptors.

Í stuttu máli…
Sakura Kinomoto er 10 ára skólastúlka. Hún býr með föður sínum sem er sögukennari og stóra bróður sínum.
Í bókasafni föður síns finnur Sakura fyrir tilviljun innsiglaða bók, með ágröfnu ljónshöfði.
Þessi bók er “the Clow Book” og aðeins valdar manneskjur geta opnað hana.
Sakura er sú sem bókin beið eftir til að vekja upp verndara sinn: Cerberus. Hann leiðbeinir hinum útvalda, og verndar “the Clow Cards”, en kraftar spilanna halda jafnvægi á jörðinni…. En kortin hafa horfið á dularfullan hátt.
Sakura, sem varð “Card Captor” þegar hún opnaði bókina, verður núna að finna og fanga Clow spilin til að steja þau aftur í Clow bókina.

Bara besta vinkona hennar Tomoyo Daidouji veit um leyndarmál Sakuru (hún saumar líka búninga fyrir Sakuru)
Og Cerberus, eða Kero-chan eins og Sakura kallar hann, verður að fela sig frá öðrum en Sakuru með því að leika bangsa.
“Against boredom, the gods themselves struggle in vain.” — Nietzsche