Ein af þeim sjúkustu Manga bókum sem ég hef nokkurntíma lesið…
Snarbiluð bók sem er viðbjóðsleg og ógeðsleg og creepy og sýnir einhvernveginn hvernig 15 ára krakkar geta verið snarbilaðir.
Ég veit ekki hvort einhver hefur lesið þessar bækur, en ég hef lesið 1. bók og mér er gjörsamlega ofboðið.
SPOILER
Þessi bók er um 15 ára krakka sem lenda í því að verða valin í sérstakann “leik” sem fer fram á lítilli eyju einhversstaðar úti í blánum. Leikurinn hefur aðeins nokkrar reglur: ef þau safnast saman, þá springa ákveðnir hringir utan um hálsinn á þeim og þau deyja, ef einhver deyr ekki innan 24 tíma þá springa hringirnir, ef þau reyna að synda af eyjunni þá er skotið þau í klessu af herskipum sem umkringja eyjuna…
Drepa eða vera drepinn, segir pervertinn sem stjórnar þessu flestu. Hann er feitur og ljótur, er morðingi og nauðgari og ég hata hann jafnvel þótt hann sé bara tilbúin persóna.

Þessi bók gengur út á þennan leik og að fylgjast með krökkunum stúta hvort öðru á mismunandi viðbjóðslegann hátt og sjá eftilifendurna sturlast smám saman.
Þetta er ógeðsleg bók sem er ekki fyrir viðkvæma en það er samt einhvernveginn gaman að lesa þetta og hata sumar persónurnar.
Ef einhver sá sjónvarpsþættina sem hétu Contendants eða eitthvað bull, þá gekk þessi þáttur út á það sama, nema það voru fangar á dauðadeild sem voru að keppa um líf sitt sem voru umkringdir rafmagnsgirðingu og myndu svelta ef þau myndu ekki drepa hvort annað, en ég heyrði að þetta voru ekki LEIKNIR þættir heldur RAUNVERULEIKA þættir, eins og kjaftæðið Survivor.
Algjörlega ómannlegt og villimannslegt og mér finnst fólk sem hefur gaman af að horfa á fólk drepa hvort annað þurfa að fara til geðlæknis í alvarlega heilaskoðun, en þessi bók er EKKI raunveruleg svo það er hægt að lesa hana án þess að halda að maður sé geðveikur.
Mitt mat á þessari seríu:
Snarklikkuð en heldur manni föstum við efnið, mjög vel teiknuð og tilfinningar vel frambornar, gæti valdið martröðum hjá viðkvæmum svo ég vara þá við, þessi bók gæti valdið tímabundnu þunglyndi hjá þeim sem gætu fundið fyrir vorkunn fyrir þeim sem áttu alls ekki skilið að deyja og hatrið gæti látið mann vilja þrusa bókinni út í vegg.
Ég vil lesa þessa seríu til að sjá hvernig gengur og mig langar sjá feita kallinn og aðrar persónur dauðar, en ég er ekki viss um að feiti ljóti kallinn deyr en ef hann deyr ekki þá er ég viss um að ég eigi eftir að kasta bókinni út í vegg og trampa á henni nokkru sinnum.

Þetta er Battle Royale og ég vona að ég hafi ekki dregið úr áhuga fólks á þessari séríu því hún er nokkuð góð í að koma manni til að hata persónurnar og maður vill fylgjast með til að sjá hvort þær deyi…

Ég afsaka hvað þessi grein er löng og enn og aftur vara ég viðkvæma við…

kv.
Indiya:-)