Sælt veri fólkið !

Loksins, loksins. RÚV er komið með Manga-þætti á fasta
dagskrá. Þættirnir heita Totally Spies og eru á
mánudagskvöldum kl. 18:30.

Já, og til að kynna mig, þá er ég LPFAN, og ég er nýbakaður
Manga-fan…. vildi að ég gæti breytt LP í nickinu mínu í Manga;
MangaFAN :P

Já, þættirnir eru komnir á fasta dagskrá og er hver þáttur tæpur
hálftími.

Aðalpersónur eru þrjár stelpur sem eru njósnarar. Þær eru
týpískar rannsóknarlögreglunjósnarar nema að þær eru 3 og
eru allar kvenkyns ! Fyrsti þátturinn var 12. maí sl. og var hann
svona týpískur Manga-söguþráður. Fræg poppstjarna er
göbbuð í leynimakk nokkurra til að dáleiða þá sem hlusta á
tónlistina hans til að þeir þjóni “húsbónda” sínum, “ljóta
kallinum” til að ná heimsyfirráðum. Með poppstjörnuna
óafvitandi tekst þeim þetta nánast en að sjálfsögðu ná Totally
Spies gaurunum með því að dáleiða þá sjálfa með tónlistinni
sem er á sérstökum lýsandi geisladisk og þegar þeir eru að
fara að flýja í geimflaug þá hrapar hún strax. BÚMM, BÚMM,
KKRRRAASSSJJJJJ!!!!! Þeir dauðir og Totally Spies fá enn einu
heiðursörðuna. Amen.

En ég hvet alla til að horfa þessa þætti, á mánudagskvöldum
kl. 18:30 (hálfsjö).

LPFAN