Inu-yasha er eftir einn vinsælasta kvenkyns mangahöfund í Japan og í heiminum, Rumiko Takahashi.
Þetta er mun nýlegra efni en t.d. Ranma 1/2 og hefur enn ekki lokið göngu sinni í Japan. Um þessr mundir eru þættirnir orðnir 105 held ég.

5 dvd diskar eru komnir út eins og er. Þetta er mjög vandaðir þættir og maður sogast bara einfaldlega inn í söguna strax frá byrjun. Teikningarnar eru vel gerðar og umhverfið fallegt.

Söguþráðurinn er náttúrulega snilld og inniheldur djöfla, húmor, rómantík og alkunna Takahashi snilld. Kagome er nýorðin 15 ára, hún á heima í gömlu Shrine(i) (ég man ekki orðið). Þar er gamall brunnur sem að djöfull kemur og dregur Kkagome ofan í. Allt í einu er hún komin í Feudal Japan. Þar hittir hún Inu-Yasha. Þannig byrjar serían. Fyrstu 6 þættirnir kynna söguna mjög vel og smátt og smátt bætist við nýjar persónur sem eru allar jafn skemmmtilegar.

Þessa seríu er líka hægt að leigja í Nexus, en aðeins þrjár fyrstu DVD spólurnar.
Hver þáttur er um 22 mín. Rated 13+ slight nudity, violence aon risqué humor

Ég hef ekkert annað að segja nema að ég mæli með þessari seríu.

Kv. Mangagirl