Ég fór um daginn í Nexus og var bara að skoða mig um þegar ég rek augun í eitthvað sem að kallast Rune soldier. Nexus gaurarnir sögðu að þetta væri algjör snilld, þannig að ég leigði það og um kvöldið ákvað ég að horfa á þetta.

Það fyrsta sem að ég tók eftir að þetta er mjög vönduð sería og mikið lagt í teikningarnar. Nóg um það, söguþráðurinn er eitthvað á þessa leið:
Þrjár stelpur, Meril (þjófur) Genie (fyrrv. hermaður/kona) og Melissa (prestur), sem að kalla sig Adventurers og eru alltaf að leita af fjársjóðum og ná oftast markmiðum sínum, nema þegar fjársjóðirnir eru lokaðir bakvið Magic seals. Þess vegna vantar þeim galdramann til að opna þau, en því miður er eini galdramaðurinn í bænum gjörsamlega misheppnaður auli. Hann heitir Louie og er sterkur eins og naut og næstum því eins gáfaður. Hann er mjög ljúfur og heiðarlegur og stelpurnar taka hann með sér. Þau hitta nokkra Goblins í dyflissunni og Louie var svo gáfaður að hann lamdi einn þeirra með galdrastafnum sínum með þeim afleiðingum að hann brotnar.
Þannig byrjar ævintýri þeirra félaga.

Rune soldier er fyndin og hefur viðkunnalegar persónur sem maður verður strax vel við.
(15 ára og eldri vegna nektar, ofbeldi, risqué humor og áfengisnotkun)

Ef þið viljið vita meira þá mæli ég með að þið leigið þessa seríu í Nexus.

-Mangagirl