Hunter X Hunter Ég ætla að segja ykkur stuttlega frá einu besta anime sem ég hef séð, og kallast það Hunter X Hunter.

HxH fjallar um ungann dreng að nafni Gon Freaks sem langar að ganga í fótspor föður síns og verða “hunter”, til að geta leytað hann uppi. En til þess að verða hunter þarf maður að ganga í gegnum hunter prófið alræmda sem margir milljónir manna ganga í gegnum á hverju ári en aðeins fáir ná. Nú hefst förin þar sem Gon og fleiri skrautlegar fígúrur þurfa að þreyta prófið mikla, og hittir Gon marga á leið sinni, þar á meðal traustu vini sína Leorio, Kurapica og Kullua.

En áfram heldur sagan.. en þið verðið víst að finna út restina fyrir ykkur sjálf…


Ein Aðal ástæða þess að HxH er eitt besta anime sem ég hef séð, er ekki vegna þess að þetta er svo “flott” eða “vel gert” eða “rosa spennandi” heldur.. Þetta er bara svo ótrúlega SKEMMTILEGT! Maður fyllist allur af lífsgleði og skemmtileika við að horfa á þetta og ég mæli óhikað við Hunter X Hunter fyrir ALLA.



Alls eru þetta 62 þættir og þar bætist við OVAð sem eru 8 þættir og OVA2 sem eru líka 8 þættir…

.. og ég þyrsti eftir meiru!

-Paac-