Jæja. Nú hafa þrjár af Animatrix myndunum komið út á netinu, og ein er sýnd á undan Stephen King myndinni Dreamcatcher. Ég var að spá í hvað fólki sýndist um þessar myndir? Ég ætla að setja mín “review” af þessum myndum hingað. Endilega segið ykkar álit! Og ef þið vitið ekki hvað ég er að tala um þá skrifaði ég grein um þetta <a href=http://www.hugi.is/kvikmyndir/greinar.php?grein_id =70813>hér</a> og svo er önnur grein um þetta hér inná Manga, <a href=http://www.hugi.is/manga/greinar.php?grein_id=6408 0>hérna</a> þrátt fyrir að greinin mín sé nú nýrri, hin var gerð á þeim tíma þegar það var ekkert vitað um þetta. :)

The Second Renaissance Part 1:
Frábær mynd. Ég hef aldrei horft á anime áður, fyrir utan eitthvað hræðilegt Pókemon dæmi, en þetta heillaði mig. Þessi stíll passar eitthvað svo fullkomlega við The Matrix heiminn, enda eru leikstjórar The Matrix anime nördar og fengu innblástur úr anime.

Þetta er ofbeldisfull mynd með tónlist sem passar svo frábærlega við myndina, hefur allann þann symbolisma sem var í Matrix myndinni og hvernig það var farið úr einu skoti í annað var eitthvað nýtt fyrir mér. Ég er farinn að sjá hversu lík anime The Matrix var og er.

Sagan er frábær. Þetta er það sem mig hefur alltaf langað að vita síðan ég sá Matrix, hvernig vélarnar tóku yfir heiminn og hnepptu mannkynið í þrældóm, og þetta er aðeins forsmekkurinn, næsti partur verður stríðið sjálft og sköpun Matrix sýndarheimsins. 4 maí!

Stjörnur: 3.5/4

Program:
Þetta er allt öðruvísi mynd en The Second Reinassance. (TSR) Hún var ekki jafn symbolísk og heimspekileg, heldur var meira af bardögum og flottum umhverfum. Hver var ekki gapandi í “Bullet-Time” atriðinu í bambusskóginum? Glæsilegt, alveg hreint. Samt, hvað er þetta dæmi með að anime karakterar verða alltaf að hafa fríkí hár?

Raddirnar voru mjög góðar í þessari mynd. Í TSR var aðeins ein rödd og hún var svona la-la, ekkert sem maður tók eftir, en hér tók maður eftir röddinni í Duo, mjög vélræn og föst rödd sem passaði mjög vel við karakterinn.

Stjörnur: 3/4

Detective Story:
Þessi mynd er víst eftir Shinichiro Watanabe sem er víst frægur í anime heiminum fyrir Cowboy Bebop sem ég hef nú ekki séð, en þökk sé Animatrix hef mikinn áhuga á.

Ég kalla þessa mynd þá slökustu af þessum þremur sem ég hef séð… hún er eitthvað svo stutt og setur ekki mikla stemmingu. Hún er þó frábærlega teiknuð, flottur “Film Noir” stíll yfir öllu, svart-hvítt nema þegar liturinn þýðir eitthvað, og sá litur sem þýðir eitthvað er alltaf rauður, og það í öllum Animatrix myndunum. Takið eftir því þegar þið horfið á, hversu liturinn rauður er oft áberandi í myndunum…

Eitt flott, röddin í Trinity er röddin í leikkonunni sjálfri, Carrie-Anne Moss. Hún er þó greinilega ekkert of sleip í þvi að tala inn á eitthvað svona, raddirnar eru fremur slappar.

Einn af göllunum er hversu skrítið plottið er… af hverju treysti Ash Trinity strax jafnvel þótt hún hafi verið nýbúin að draga eitthern viðbjóð útúr auganu á honum? Og hvað með þegar hún var búin að skjóta hann? Ennþá fullur trausts?

Stjörnur: 2.5/4
She's well acquainted with the touch of the velvet hand, like a lizard on a windowpane