Ég er búnað kíkja á nokkrar svona Manga myndir, en allar eru frekar gamlar. Einsog Fist of the North Star, Akira og Judge. Mér fannst þær allar frekar góðar, vel teiknaðar skemmtileg tónlist og allt það. En persónurnar fara dulítið í mínar fínustu því þær eru nánast undartekningalaust oftúlkaðar eða ofleiknar. Og í Akira er þetta sem mest. Það er einsog Animatorarnir kunni ekkert að tjá sig með persónurnar nógu vel. Allar gerði persónanna, hvort sem þær eru að reyna við einhvern eða slást er allt rosalega ofleikið. Og meira segja í myndasögunum eru persónurnar alltof barnalega og ekki samkvæmar sér í neinn tíma. Og svo eru þessar sífellu endurtekningar á sama hlutnum. Hér er svona tilbúið dæmi:
Kitty: we have to go now, theyre coming, we have to leave, come on!
Matt: Don push me, dont shout, stop telling me what to do!

Einhvernveginn svona. Og svo eiginlega ekkert bil milli setninga. Þetta er allt saman gott og blessað. En samt ekki. þessir hlutir skemma nokkuð fyrir öllu þessu góða…