Hósí Nó Kéres Jaðarmenningarklúbbur

Jæja ég er nú bara að skrifa ykkur svona gamni mínu. En þannig er nú mál með vexti að hér í Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra erum við nokkrir búnir að stofna félag sem meðal annars hefur það á verkplani sínu að upphefja anime og manga á króknum.

Reyndar hefur alltaf verið mjög mikil menning fyrir þessu hér á króknum en með þessu trúum við því að við getum verið heilsteyptari sem hópur en áður þegar allir héngu bara í sitthvoru horninu.

Fyrsta kvöldið okkar var í kvöld ( 15.01.2003 . Klúbburinn er ekki einskorðaður við anime, þannig að kvöldið í kvöld var bæði með amerískan teiknimyndaflokk svo og Anime mynd, Við byrjuðum á að sýna auðmelt amerískt efni og sýndum Clerks - animated series og svo Hoshi Noe Koe. Mætingin var mun betri en við vonuðum þar sem Skagfyrðingar eru ekkert alltof hrifnir af svona hlutum fyrst ( svona klúbbar þurfa að sanna sig áður en einhver kemur, þetta er svo litill vítahringur ef enginn kemur er ekkert hægt að sanna sig ) Það mættu svona 25 - 30 manns í fyrirlestrasal skólans en það var nú ekki nema 10 manna hópur sem sat alla 3 1/2 tímana :)

Einhver eru kannski að vellta nafninu fyrir sér! Best að taka það strax fram að nafnið hefur enga merkingu, það varð til vegna þess að einhvern tíman var ég að tala um Hoshi Noe Koe ( sem er ein af uppáhalds myndunum mínum ) og sagði tvisvar eða þrisvar Hósí Nó Kéres, og þaðan kom það. Ég læt fylgja með logo-ið okkar og tek líka fram að það þíðir ekkert ég teiknaði það bara fyrir félagið. Eins og er ekki nein ákveðin stjórn félagsins til, þ.e. ekki hefur verið sett í embætti, félagið er stór hópur manna sem eiga það sameiginlegt að vera í Nemendafélagi Fjölbrautarskólans og hafa áhuga á “jaðarmenningu” hvað sem það nú er? Skilgreiningin á markmiðið félagsins er bara einfaldlega sköpun. Hvort sem það er að fara að horfa á anime eða teikna það, spila tónlist, mála eða hvað sem er þetta er jaðarmenningarklúbbur sem hefur það að markmiði að auðvelda aðgang að efninu og hjálpa fólkinu að yfirstíga fordóma gagnvart svona lágmenningu.

Í skólanum er gefið út blað vikulega sem ber nafnið ó-men, Hósí Nó Kéres skrifa alltaf í það blað um einkvert efni sem okkur er hjartnæmt í síðasta tölublaði var skrifað um “The Invisables”. Blaðið kemur út alla þriðjudaga og verða greinarnar birtar á heimasíðu Félagsins líka. Heimasíðan er væntaleg. hún er tilbúin en eftir er að setja hana á netið það gerist bara á næstu dögum og ég læt ykkur vita.

Ég ætla að láta hérna fylgja grófa dagskrá, þ.e. það sem er komið núna.

29.01.2003 - Myndasögukynning, í fyrirlestra formi, þetta má kannski kalla myndasögur 101, við ætlum að fara í þekktustu höfundana og sögurnar auk þess sem við kíkjum á það “nýjasta” og auðvitað þær séríur sem eru í uppáhaldi hjá okkur.

26.02.2003 - Animekynning - samskonar kynning og á myndasögunum við sýnum trailera og segjum frá þekktum höfundum klassískum myndum og okkar uppáhaldi.

05.03.2003 - Bílabíó til að fylgja eftir anime kynningunni - klassískar myndir sýndar. ( verið er að vinna í að fá öll þau leyfi sem til þarf )

17 - 22.03.2003 - Listasýning listasvið félagsins ætlar að sýna afraksturinn af eigin sköpunargáfu

27.03.2003 - Warhammer kynning ( sjá anime og myndasögukynningar )

Þetta er allt mjög gróft og leyfum háð! En grundvallar reglan er sú að síðasta miðvikudaginn í mánuði er “kynning / fyrirlestur” en svo til að fylgja eftir er bílabíó vikuna eftir.
Það sem er ekki komið á með fasta dagsetningu er t.d. “Tróma tribute bílabíó” “Tónlistarsviðið er ekki þarna inni” auk þess sem við munum halda minni video kvöld.

KLÚBBURINN SÝNIR EKKERT EFNI SEM KOMIÐ HEFUR ÚT HÉR Á LANDI, NEMA Í SÉRSTÖKUM TILVIKUM OG ÞÁ Í SAMSTARFI VIÐ RÉTTHAFA.

Nú velta kannski margir fyrir sér hvers vegna ekki bara anime klúbbur af hverju svona menningarklúbbur, málið er einfalt klúbburinn er byggður á fordómaleysi gagnvart allri sköpun eða áhuga fólks til þess að koma sínu áhugamáli á framfæri.

Einhverja spurningar? sendu þá bara email hosinokeres@hotmail.com

PS. Ég læt link á síðuna sem fyrst.