Ég gerði sjálfum mér stóran greiða og keypti fyrir jólin DVD pakkana ‘evangelion - perfect collection’, End of Evangelion og svo Death & rebirth.

Ég ætla að koma með tvær greinar, fyrsta er kynning á pökkunum, og umfjöllun á seríunni fyrir þá sem hafa ekki séð hana. Seinni er ítarlegri umfjölun um seríuna frá því sjónarmiði að búið er að horfa á hana.

Perfect collection inniheldur alla seríuna eins og hún leggur sig frá þætti 1 uppí 26.

Death & rebirth er samansafn af þáttaseríuni og í raun fyrri helmingur af end of evangelion.

End of Evangelion er lokin á seríunni í hefðbundnum skilningi.

Smá review um pakkana:

Perfect collection: allt í lagi gæði, hefði mátt vera hreinni myndgæði, og ég er bara búinn að hlusta á ensku útgáfuna af hljóðinu, seinna á ég eftir að hlusta á japönsku útgáfuna og hef enskan texta með. Lítið sem ekkert af aukaefni sem mér fannst mjög leiðinlegt. Samt aukaefnið gaf manni betri innsýn yfir karakterana sem eru í þessari þáttaröð. Líka eru ‘next episode’ brotin þarsem að röddin fyrir misato segir frá aðalatriðunum hvað gerist í næsta þætti mjög áhugaverð í að skilja betur hvað er að gerast.

Death&Rebirth: DVD menuið er frábært! myndgæðin fín, og hljóðið gott. Aukaefnið er audio commentary yfir death&rebirth, og hef ég ekki horft á það.

End of Evangelion: DVD menuið er Ótrúlegt!! geðveikislega flott! hljóðið frábært og myndgæði ágæt. extras eru audio commentary sem að ég hef enn ekki horft á. Ég lenti í svakalegum vandræðum með ntsc útgáfuna, þannig að ég bíð eftir PAL útgáfuni, vandræðin stöfuðu af hvernig diskurinn var layeraður á eina hlið, gerir það að verkum að ekki allir DVD spilarar geta spilað seinni kaflan, held að það séu eldri spilarar sem að eru í vandræðum, ekki viss samt.

Þetta eru skemtilegir pakkar sem að ég sé alls ekki eftir af að kaupa og hægt er að fá í nexus.

Smá review um seríuna sjálfa:

Serían í heild sinni fjallar um hvernig fólkið í stofnuninni ‘nerv’ er að bregðast við árásum svokallaðra ‘engla’. Þessar verur eru yfirnáttúrulegar bæði í styrk og ódauðleika og eru hulin ráðgátum sem að hefur verið erfitt að leysa.

Nerv er stofnun sem er sett saman til þess eins að ráða niðurlögum þessara engla, og eru þeir tengdir atburðarrás sem er sagt frá í dauðahafsritunum (dead sea scrolls) um endalok mannsins.

Til að berjast á móti englunum hefur nerv þróað eina mögulega vopnið á móti þeim, vélmenni sem að kallast evangelion, eða EVA í stuttu máli. Til að stjórna þessu vopni eru 14 ára Sinji Ikari, Rei Ayanami, og seinna í seríunni Asuka Soryu Langley, hvert þeirra með eigið EVA-unit.

Umfjöllun á seríunni sjálfri:

Serían er lofsverð fyrir það að hún gefur fólki tíma til að kynnast persónunum sem að eru að berjast á móti óþekktum óvini. Hún gefur innsýn í áhugaverða karaktera sem að eru alls ekki þar sem þeir eru séðir. Hún ber mann áfram með spurningar sem að virðast aldrei vera fullkomlega svarað. Líka er hún uppfull af hasar, ádeilum og svikum. Það skemmtilega við hana er að maður þarf að horfa á hana tvisvar til að reyna að fatta hana (þrisvar plús að finna FAQ-ið á netinu er lang best ^_^), en fyrir flesta er hægt að horfa á hana einusinni og ákveða endinn eins og maður sjálfur vill hafa hann, því að mikill partur af endinum á evangelion þarf að túlka miðað við hvað _ÞÚ_ tókst eftir, og hvað _ÞÉR_ finnst að er að gerast, sem að er mjög áhugavert miðað að venjuleg sería er frekar hrein og bein og matar allt ofan í þig.

Þeim sem fannst ‘twin peaks’ serían eitthvað áhugaverð (fyrir mystical elementið) mun finnast þetta mjög gaman, þó að evangelion er miklu meir inn í hasar og skemmtilegheit. Þeir sem fíla myndir eftir Ingmar bergman, eða bækur eftir Nabokov eða Donalt Bartleme ættu ekki að missa af þessu. Jafnvel aðdáendur biblíunnar ættu að hafa gaman af þessu, ef að þeir taka þessu ekki of alvarlega.

K.