Hér er seinni greininn að Neon Genesis Evangelion. Hér ætla ég að fjalla um seríuna fyrir þá sem að eru búnir að horfa á hana og koma með spurningar og svör.

Þeir sem hafa ekki séð seríuna, ég mæli með að ekki lesa þessa grein, hún inniheldur efni sem að í raun matar þig þá af upplýsingum um seríuna, upplýsingum sem að þú ættir í raun ekki að hafa við hendina. Fyrir þá sem að eru búnir að sjá seríuna og hafa ekki skilið hana, eða hafa ekki pælt í endanum á henni svo að hann sé fullnægjandi fyrir þér, þá mæli ég frekar að þú horfir á hana aftur og finnur þitt svar við henni áður en þú lest þessa grein.

——-

Um gerð Seríunnar:

Aðalmaðurinn við gerð þessa seríu er Hideaki Anno, maður sem að hafði unnið við nokkrar aðrar seríur áður en hann byrjaði á þessari. Fyrirtækið sem stóð í þessu verkefni með honum heitir Gainax.

Evangelion er gerð eftir að Anno kemst upp úr fjögurra ára þunglyndi, tímabil þarsem að miklar pælingar í kringum dauða, líf, manneskjur í kringum okkur og fleirri vandamál dælast upp á yfirborðið. Margir hafa reynt þetta víðast hvar um heiminn þegar að við spurjum okkur sjálf stóru spurningarnar. Þegar Anno komst út úr þessu ákvað hann að gera Evangelion seríuna um reynslu sína á þessu sviði. Anno þróaði seríuna og karakterana mikið í kringum mismunandi hliðar af sjálfum sér, og sést vel hvernig allar persónurnar eru útpældar frá byrjun til enda. Líka fékk Anno annað áfall við miðja gerð seríunnar, og hafa sumir haldið að vegna þess er endirinn á seríunni ekki eins vel útpældur og byrjunin.

Fyrir evangelion var Gainax í raun litli ljóti andarunginn í anime heiminum, og var litið niður á það sem almennilegt anime fyrirtæki, og gerðu þeir evangelion fyrir sjónvarpsrás í japan.

Þeir höfðu því ekki mikinn pening milli handana til að gera evangelion, og eftir 18 þátt voru þeir í mikilli hættu að öll serían væri bara hætt við vegna þess hversu ógeðslegur sá þáttur var, en í staðinn var lækkaður budgetið enn meir. Það sést ef maður veit af því, atriðin eru aðeins verri (enda er komið út núna directors cut af þáttum 21-24 þarsem að mikið er bætt og endurhannað, en söguþráðurinn er auðvitað nákvæmlega sá sami, bara animationið er bætt, nokkrum aukaklippum sett inn í þau o.s.frv. Sumt úr death sést einmitt í nýju útgáfunum af þessum þáttum. Ekkert var breytt í þátt 25 og 26, þannig að þeir eru nákvæmlega eins og Anno vildi hafa þá).

Þættir 25 og 26 sýna mjög lítið af raunverulegum atburðum sem að leiða upp að endalokum á ‘the human instrumentality program’ og frekar einbeita sér að því að sýna hvað gerist þegar allt mannfólk hefur loks sameinast og hvað Sinji er að hugsa. Það er einbeitt að Sinji af því að hann er valinn til að ákveða fyrir allt mannkynið hvort að það ætti að þróast áfram og verða að einni veru, eða hvort að það verði aftur farið í fyrra horf. Við sjáum loks hversu einmanna þessi litli strákur er, og þær pælingar um að hann er sjálfur búinn að loka sig inn í sína eigin sjálfsmynd, sem er byggð á sjálfshatri, vorkunsemi, lygum og aumingjaskap. Rei, asuka og misato allar hjálpa honum að feta rétta leið að því að fatta hvað hann er, hvers vegna hann er svona og hver möguleikinn er með því að vera sameinuð í eina veru.

fans að heiladauðu anime sem voru búnir að fylgjast með allri seríunni voru brjálaðir að sjá svona endi, endi sem að lauk í raun ekki atburðunum á sögunni, heldur allt í einu kafaðist ofan í sálræna ‘vellu’ sem að enginn virtist skilja til fulls.

Nokkur ár eftir seríuna var látið undir þrýstingi og Death & rebirth var búin til og sýnd í bíó, og hálfu ári eftir það var End of Evangelion sýnd, og voru þá fans loks ánægðir.

Samt sagði Hideaki Anno að hann hafi gert End of Evangelion sem hefnd gegn áhangendum seríunnar sem að fíluðu ekki endinn á seríunni.

Hér er ein mikilvæg spurning sem að ég hafði áhyggjur af áður en ég horfði á seríuna aftur (séð hana tvisvar áður, langt síðan): Var end of evangelion gerð einhvern veginn með meiri áhuga á að eyðileggja söguna til að ‘hefna’ fyrir lætin í áhangendunum í staðinn fyrir að koma með solid endi á sögunni sem að féll vel inn í söguna í seríunni?

Mitt álit er að hann hafi verið eins trúr atburðunum í end of evangelion eins og þeir áttu að gerast í seríunni (raunverulegir lokaatburðirnir voru ekki sýndir í seríunni, heldur bara innri deila Sinjis).

Hann sem sagt sýndi frá atburðunum þótt að hann hafi skrifað þá sem blóðug, hræðileg, og alls ekki sem venjulegan endi. Þannig að endirinn á seríunni, upprunalegu 25 og 26 þættirnir, eru enn í gildi, og eru enn mjög mikilvægir sem partur af sögunni, og þeir passa vel inn í partinn milli þess að allt mannfólkið sameinast og þegar Sinji ákveður hvort að mannfólkið ætti að haldast sameinað eða ekki (hans er valið í lokin).

Þannig að hefnd Annos er ekki að hann eyðilagði ávítandi endinn bara til að eyðileggja hann, hefnd annos er að hann sagði nákvæmlega frá enda-atburðarrásinni eins og hann hafði áætlað hana frá upphafi. Eitthvað sem að fólk var desperat í, þótt að endirinn væri ekki disney-happy-ending.

Sagan sjálf - ytri partur:

Ytri sagan er byggð að miklu leyti á sögum sem eru til í dauðahafsritunum sem fundust í hellum hjá dauðahafinu. Í þeim ritum er fundið (og hægt að túlka) að upprunalega skapaði guð Adam og Lillith. Lillith var alltaf að reyna að vera jafningi Adams og var alltaf að rífast við Adam í einu og öllu, til að gera langa sögu stutta var Lillith því næst rekinn út úr Eden og gerð útlæg. En það dugði ekki að Adam var einn, og þarmeð þurfti að búa til Evu útúr parti af Adam og var hún betri eiginkona en Lillith. Við vitum öll að Eva tók eplið af tré guðs. Þetta tré er í Evangelion kallað Tré lífsins og sýnir hvernig skal nálgast guð. Ávöxturinn sem að Eva tók var ávöxtur viskunnar (wisdom.. þessi ávöxtur átti víst að gefa okkur getuna til að tala, hugsa, og gáfur fyrir eðlisfræði, heimspeki ofl. Í evangelion sést það best með getuna til að búa til Eva-unit-in) og fyrir það að stela ávextinum var eva og Adam rekinn út úr Eden. Englarnir áttu svo seinna að fá hina ávextina, ávexti lífsins. Adam og Eva gátu af sér kain og abel, og einn bróðirinn drap hinn, og flúði svo. Hvert flúði hann? Hvert fór hinn eini maður sem að gat viðhaldið mannkyninu? Hann flúði til Lillith, og af henni og honum kemur svo mannkynið. Líka koma ýmis skrímsli af lillith.

Í Evangelion er Adam fyrsti engillinn og 2nd impact gerist þegar hann er fundinn í hinu hvíta eggi (önnur dead-sea-scroll ábending) við norðurpólinn og það er reynt að minnka hann niður í fósturform. Það tekst að minnka hann niður, en við það losast gífurleg orka sem að 2nd impact er.

Lillith er seinni engillin, og mannkynið er kallað ‘lillin’ af kaworu, sem þýðir “of lillith”. Þegar Kaworu kemur að Lillith, heldur hann fyrst að þetta sé Adam, en það er rangt og áttar hann sig á því.

Kaworu er 17 engillinn. Sagt er í dauðahafsritunum að 17 raunir munu reyna á mannkynið, af 17 englum, þessvegna koma þeir bara einn og einn en ekki margir í einu.

Málið er að ef að mannkynið sigrast á öllum englunum, þá getur mannkynið komið af stað keðjuverkun sem gerir það að verkum að allt mannkynið sameinast í eina veru, og er þetta næsta þróunarstig mannkynsins.

Ef að englarnir ná að Adam, þá munu englarnir vinna og englarnir munu halda áfram, en mannkynið mun drepast og hver einasta persóna mun vera dæmd ein og sér af guði. Nerv er búinn til til að koma í veg fyrir að englarnir ná til Adams.

Human instrumentality program er búið til til að koma mannkyninu á næsta þróunarstig.

Þannig að já, Nerv er að verja jörðina fyrir englunum, og koma í veg fyrir að englarnir tortími mannkyninu, en partur af Nerv er líka að reyna að koma mannkyninu á næsta þróunarstig, og til þess þarf að tortíma öllu mannkyninu og búa til úr því eina veru eftir að búið er að sigrast á öllu mannkyninu.

Bara smá viðbót, þegar Misato kallar mannfólkið átjánda engilinn, þá er hún að vera hæðinn að hvað mannfólkið eru mikil fífl stundum, hún er ekki að segja að mannfólkið eru englar (enda þá þyrftum við ekki á englunum til að starta breytinguni á þróun mannkynsins).


— Enn og aftur mæli ég með að þeir sem vilja ekki eyðileggja fyrir sér seríuna, ekki lesa þennan seinni hluta fyrr en að búið er að pæla í seríunni sjálfur. Ég reyndi að hafa sem minnst af spoilerum í fyrri part, en get ekki lofað neinu með seinni part. —


Sagan sjálf - innri partur:

Aðal fókusinn er að mestu leyti á Ikari Sinji, ungan 14 ára dreng sem að er móðurlaus, og allt að því föðurlaus. Móðir hans dó við tilraunir á Eva-01, og faðir hans sökkti sér í vinnuna og lét kennara Sinjis sjá um uppeldið á honum.

Við sjáum strax í fyrsta þætti hvernig Sinji reynir að nota neitunarvald til að fá einhvers konar vald yfir fólki í kringum sig. Hann neitar að stjórna Eva-01 þrátt fyrir að hann er í raun sá eini sem að getur gert það. Með því að segja þá við hann “ok, ekkert mál, við notum þá bara rei” þá tekur pabbi hans það litla vald sem að hann hefur mögulega getað haft. En við það að sjá rei nærri dauða en lífi, þá skiptir hann um skoðun.

Ef að maður hefur í huga að Sinji notar þessa aðferð til þess að þykjast stjórna sínu lífi (með því að neita að gera hluti, eða hlaupa burt), þá sér maður hvernig aðstæðurnar þróast þannig að honum sjálfum finnst að hann megi ekki hlaupa burt. Bestu dæmin eru þegar hann fyrst segist ætla að stjórna EVA-01 og þegar að skólafélagar hans toji og ryoji eru með honum inni í EVA-01. Við sjáum hvernig að Sinji reynir þá að sættast við það hlutverk að stjórna EVA-01 og að finna m.a.s. ánægju útfrá því. Samt sést alltaf í þessa veiku sjálfsmynd sem að hann hefur af sjálfum sér, “ég er aumingi, lygari, og flý alltaf frá öllu”. Hvernig hann hagar sér við kvenfólkið í kringum sig sýnir líka vel hvað hann er innilokaður og þráir í raun staðfestingu á sjálfum sér. Hann þorir ekki að opna sig fyrir Misato því að hún er svo miklu eldri. Rei er það innantóm, þolandi eins og hann, þannig að hann þorir ekki að kynnast henni. Asuka er frekja, en hann allavega fær athygli frá henni, og styrkir hún hann í þeirri vitneskju að sú sjálfsmynd sem hann hefur af sjálfum sér er alveg hárrétt.

Rei er í raun holdgerving þjónustulundar, rósemi og hlýðir hún öllu sem gendo ikari segir henni að gera. Á bakvið þetta er tómarúm. Hún hefur aldrei haft venjuleg samskipti og hefur í raun engan áhuga á svoleiðis. Samt virðist hún vera að velta fyrir sér ýmsum spurningum sem að hafa stórvægileg áhrif á sig eftir að líður á seríuna. Takið eftir muninum á herberginu hennar þegar á líður á seríuna.

Asuka býr líka til sjálfsmynd af sér svipað og sinji til að höndla veruleikann í kringum sig, sem er byggður að vissu leyti á óstöðugum grunni, svipað og sjálfsmynd sinjis. Hún veit einn sannleika: Hún er besti stjórnandi eins mesta og besta vopni sem veröldin hefur séð, og á þeirri sjálfsmynd byggir hún allt saman, hún er mest og best því að hún var valinn að vera stjórnandi EVA-02. Þegar að hún sér að Sinji er virkileg áhætta gegn þessari ímynd sinni að hún er betri stjórnandi en hin tvö. Þá bregst hún við á þann hátt að berja hann niður og leggja hann í einelti. Hvernig vogar hann sér að vera betri en hún, hann er ekkert nema fífl, aumingi, hálfviti, og Sinji sjálfur hugsar þetta um sjálfan sig, þannig að hann laðast að henni. Málið er að hann verður alltaf betri og betri þartil að hann yfirtekur hana, og hann er alltaf að bjarga henni, þannig að hún getur ekki viðhaldið þessari ímynd um fullkomleika og brotnar hún niður. Við sjáum allt aðra Asöku þá, einmana, hrædda og aumingjalega.

Katsuragi Misato er umsjónarmaður Sinjis. Hún er miklu betri í að höndla sig en hinir karakterarnir. Hún veit að hún vill hafa framhlið sem er næstum því fullkomin og fáguð, og hún veit að innst inni vill hún veltast um í skítnum (ekki bókstaflega, frekar að innst inni er hún sóði, drykkfelldin og dræsa, og hún vill vera svoleiðis) og leyfir hún þá innri manneskjunni að koma fram þegar tækifæri gefst til, en heldur samt framhliðinni og innri manneskjunni algerlega frá hvoru öðru. Hún líka virðist skilja krakkana betur en þau skilja sjálft sig, en þorir lítið að tala um það beint við þau.

Ikari Gendo er faðir Sinjis og hefur svipuð vandamál með einmannaleika að stríða. Hann lítur á annað fólk sem tól til að nota eins og hann sýnist og hendir því svo frá sér þegar hann er búinn með þau (Sést best á því hvernig hann notar Sinji, og ritsuko og naoko). Eina sem að hann trúir á er að human instrumentality program mun færa honum aftur móðir Sinjis, Ikari Yui. Einu konuna sem að hann hefur virkilega elskað, og einu konuna sem að hefur elskað hann (í hans huga). Þessvegna er hann með Rey við lillith, og er búinn að græða Adam í höndina á sér. Hann vill að hann verði valinn til að ráða yfir endalokum mannkynsins og sameina það í eitt til að hitta aftur Yuri (En Sinji er valinn í staðinn til að ákveða það).

-

Endalok seríunnar er í raun naflaskoðun sinjis á sjálfum sér, fólkinu í kringum sig og hvernig hann í raun velur sjálfur hvernig hann horfir á líf sitt, og lýkur innri söguna á frábæran hátt.

Myndin ‘end of evangelion’ lýkur ytri söguna á mjög góðan hátt. Endirinn er í raun ‘góður’ endir þarsem að mannkyninu er gefið tækifæri til að byrja uppá nýtt.

Takið eftir í end of evangelion að Asuka er með plástrana og sjúkraböndin sem rei var með í byrjun seríunnar, og samfestingurinn er í svörtum litum, svipuðum litum og misato var í (ég er ekki 100% viss um að þetta er samfestingur sem að misato var í einhvern tímann í seríunni, kíki eftir því þegar að ég horfi á þetta næst með japönsku tali).

Serían hefur víst líka keim af einhverri japanskri þjóðsögu (sá ég skrifað annarstaðar á netinu) sem að japanar myndu þekkja, en ég veit ekki hver sú saga er og fann ekki neitt meir um svoleiðis. Ef einhver hér þekkir til þjóðsögunnar eða hefur hugmynd hvað það getur verið, þá þætti mér gaman að vita af því.

—–

Vonandi hef ég gefið ykkur skilning á nokkrum af mínum ástæðum sem að lágu að baki af því sem gerðist í þessari seríu. Þetta er alls ekki eina túlkunin á því af hverju margt gerist í þessari seríu sem að gerist, en best er í raun að ganga frá því vísu að ekkert í þessari seríu gerist útaf engri ástæðu, allt er útpælt miðað við veikleika mannsins. Líka reyndi ég að hafa spoilera sem minnsta þannig að margt er enn ósagt um seríunna.

Ef að einhverjar spurningar eru um efni þessarar greinar eða um viss atriði í seríunni+myndunum, ekki hika við að senda inn svar við grein og spurja.

Margt af því efni sem ég skrifa um ytri söguna fann ég með því að leita á google.com um “evangelion” “dead sea scrolls” og nöfnin á englunum plús dead sea scrolls og að auki að horfa á seríuna með mikilli eftirtektarsemd.

K.