Marmelade Boy Ég keypti mér þessa litlu og sætu bók í Nexus fyrir nokkrum dögum og ákvað svo að skella inn litlu greinarkorni fyrst ég sá enga aðra um sama efni!

Þetta er semsagt manga eftir Wataru Yoshizumi og er gefið út af Tokyopop. Þetta eru alveg nýjar bækur, nýkomnar á ensku, nánar til tekið í mars 2002. Það er ein af ástæðunum fyrir því að þetta er svokallað authentic manga, eða prentað frá hægri til vinstri. Semsagt, ef maður opnar bókina eins og maður gerir oftast blasir við manni stórt ,,Warning! This is the end of the book!“ og leiðbeiningar um hvernig á að lesa svonan ,,öfugar” bækur;) Það er reyndar alls ekki erfitt og venst furðufljótt, manni finnst þetta bara vera enn japanskara fyrir vikið!!

Sagan hefst semsagt á því að foreldrar Miki sem er á fyrsta ári í High Shcool segja henni að þau séu að skilja. Hún verður alveg brjáluð eins og skiljanlegt er en enn brjálaðri þegar þau segja henni að þau séu alls ekki að skilja í orðsins fyllstu merkingu heldur ætli þau að búa ennþá saman, og að auki þrjár aðrar manneskjur. Þau hafi semsagt kynnst öðrum hjónum og þeim fjórum komið svo vel saman að þau ætli að skilja og giftast hinu! og búa öll saman í stóru húsi. Ekki bætir úr skák að hin hjónin eiga strák á aldri við Miki sem heitir Yuu og lendir svo með henni í bekk…

Ýmis vandræði gera vart við sig sem og skemmtileg atvik og allt fer í steik þegar Miki er á endanum í smá klemmu með að velja á milli hins nýja stjúpbróður síns og aldagamals vinar…

Allavega, fínasta manga og ég get ekki beðið eftir að fá mér næstu bók! =)
Daddy, don't ever die on a friday! It can seriously damage your health!