Salad Days Salad Days heitir manga-ð sem mig langar að kynna ykkur fyrir í dag og er skrifað/teiknað af Inokuma Shinobu.

Sumir hérna kannast eflaust eitthvað við það, þar sem það var boðið uppá dl á fyrsta kafla í fjórðu bók hérna, þegar dl voru ennþá hérna, undir nafninu “Love Letter”.

Það er engin heildstæð saga í Salad Days, heldur er heil saga í hverjum 1-3 köflum. Það eina sem þessar sögur eiga sameiginlegt er að þær gerast allar á sama sögusviði, Aona jr.-high, Tohka sr.-high, Kounan sr.-high og einhver “college” sem ég man ekki hvað heitir, og fjalla allar um ástir hjá ungu fólki. Hver saga fjallar um sitthvort parið, þó að gamlar aðal-persónur eigi það til að birtast aftur sem auka-persónur seinna.

Fyrsta sagan fjallar t.d. um strák sem heitir Aizawa Tatsukichi, sem er að byrja skólagöngu sína í Tohka. Þar hittir hann aftur stelpu, Wakui Hisashiburi, góða vinkonu hans sem er ári eldri en hann og hann var hrifinn af í jr.-high. Eitt aðalmarkmið hans var að segja henni það.
En þegar hann byrjar í skólanum kemmst hann að því að hún hafði fallið viljandi til að vera í sama bekk og einhver kouhai sem hún var hrifin af í Aona. Hann vonar auðvitað að þetta sé hann en kemmst að því seinn að þetta var annar vinur hans úr Aona, Niwa Kousuke, sem náði ekki að komast inn í Tohka, fór í staðinn í Kounan, og þorði ekki að segja Wakui það.
Eftir það rýkur Aizawa heim til hans og tuskar hann aðeins til og fær hann til að mæta í skólann næsta dag til að tala við Wakui.

Þetta eru mestallt alveg dásamlega skemmtilega skrifaðar og hjartnæmar sögur og must-read fyrir fólk sem hefur gaman af þannig sögum, og eins og sjá má á endanum í fyrsta kaflanum þá enda sögurnar ekki alltaf aðal-persónunum í hag. Ég táraðist t.d. yfir sögunni 16th Night í bók 6, sem fjallar um það hvernig Kawahara Kyoshi þarf að sætta sig við það að kærastan hans hafi látist í umferðarslysi.

Ég hef sjálfur bara lesið 7 bækur en það er búið að þýða 12+ (á þær allar). Ég veit hinsvegar ekki hvað þær eru margar í heildina.

P.S. Getur einhver sagt mér hvort að það sé til anime eftir þessarri seríu?