Steven Gillespie Ég var að prófa einn yndislegan leikmann núna í nýju save-i með Sunderland. Hann heitir Steven Gillespie og var það vinur minn (Hulio2639 hér á huga) sem benti mér á þennan góða leikmann. Hann byrjar einungis 19 ára gamall og er þá í varaliði Liverpool. Hann er alltaf í byrjun “Listed for loan” og þá er ekkert annað í stöðunni en að bjóða honum lánssamning. En já eins og ég sagði þá var ég að taka við Sunderland og ég fékk ‘Gilly’ lánaðann út fyrsta tímabilið þar sem ég hafði aldrei prófað hann áður. Ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum. Hann var einn af burðarstólpum liðsins og hann var einn mikilvægasti hlekkur liðsins.

*****Steven Gillespie*****

Fæðingardagur: 04.06.1984
Þjóðerni: Enskur
Núverandi lið: Liverpool (U19)
Staða á velli: Framherji

Á einni síðu sem ég rakst á sem hefur að geyma upplýsingar um leikmanninn þá er honum lýst sem einum duglegasta leikmanninum á vellinum. Hann hefur góða boltameðferð og er mjög snöggur. Á síðasta tímabili endaði hann sem markahæsti leikmaðurinn í deildinni hjá U19 liðunum og mun hann vera fyrsti kostur John Owens í U19 ára liðið hjá Liverpool.

“Possibly the hardest working front man I've ever seen, he never stops running and is always willing to chase down opposing defenders.”

Þetta hér er sagt um hann á þessari síðu og er greinilegt að hér er á ferð efnilegur leikmaður sem verður gaman að fylgjast með í komandi framtíð þ.e. ef að hann mun fá einhver tækifæri í aðalliði Liverpool.

En hann stóð sig mjög vel á fyrsta tímabilinu eins og ég hef sagt hér í byrjun og hann lék 45 leiki á tímabilinu og skoraði 24 mörk. Hann lagði upp 8 mörk og var þrisvar sinnum valinn maður leiksins. Svo endaði hann með einkunina 7.20 í lok leiktíðar. Ég fékk hann því miður ekki aftur í lán fyrir næstu leiktíð. Ég mæli með þessum leikmanni og ég vona að sem flestir kíkji á hann.

Kv. Geithafur

Heimildir: Kíkja hér