Antonio Guayre

Fæðingardagur:3/10/1980
Fæðingarstaður:Las Palmas
Hæð:177 cm
Þyngd:75 kg
Þjóðerni:Spænskur
Staða:Framherji

Jæja nú hef ég spilað CM 03-04 frekar mikið og hef fundið nokkra góða spilara, núna ætla ég að segja frá einum þeirra, Antonio Guayre.

Nú, ég spilaði CM 01-02 mjög mikið á sínum tíma og þá var hann mjög efnilegur, og endaði oftast hjá stærstu liðunum. Ég fékk hann eitt sinn til Roma ca. 2008 þar sem hann var að skora slatta en ég fékk hann á bosman(eins og flesta sem ég fæ). En svo hætti honum að líka Ítalski lífstíllinn og seldi ég hann til Manchester United á 9.5m þar sem hann og Nistelrooy voru góðir saman.

Í CM 02-03 tók ég eitt sinn við Villareal þar sem þeir höfðu Riquelme, Coloccini ofl. Í fyrsta leiknum mætti ég Barcelona og þá fór hann hamförum, setti þrjú og lagði upp eitt og endaði markahæstur með 36 stykki. Ekki hef ég meiri reynslu af honum í þeim leik.

En í 03-04 byrjaði ég í fyrradag save með Newcastle United, átti slatta pening og keypti hann á 7m auk þess að fá Mexes og Kristiansen og Aghahowa að láni. Ég bjóst við að hafa Shearer og Bellamy frammi, en þegar ég komst að því að Shearer gat ekki neitt, lét ég Aghahowa fram, hann var ágætur en ég ákvað að prufa Guayre. Hann setti hann strax gegn Portsmouth og þá var ekki aftur snúið nú er kominn miður desember og hann er kominn með 10 mörk í 12 leikjum þar á meðal þrenna gegn Partizan og tvennur gegn Bayern München og Leeds og eru hann og Bellamy geðveikir frammi.

Endilega kaupið þennan snilling þið munuð ekki sjá eftir því.

Kv,

Massimo