Bobby Zamora & Jermaine Defoe Bobby Zamora

Fæðingardagur:16/01/1981
Númer:25
Þjóðerni:Enskur
Keyptur:18/07/2003
Hæð:1.85 cm
Þyngd:73.54 kg
Félag:Tottenham
Fyrri félög:Brighton
Staða:Framherji

Stór og sterkur framherji sem byrjar í Tottenham með update-i en Brighton án þess. Ég hef nú ekki mikla reynslu af honum í CM4 en þónokkra í 01-02. Ég var þá með Stoke City í úrvalsdeildinni en hann var mest bara á bekknum sem 3. sóknarmaður en var að standa sig sæmilega þegar hann fékk að spreyta sig. Góður leikmaður fyrir miðlungslið en gæti spilað vel í toppliði þegar líða fer á leikinn.

Jermaine Defoe

Fæðingardagur:10/7/1982
Númer:9
Þjóðerni:Enskur
Keyptur:03/01/2000
Hæð:1.70 cm
Þyngd:65 kg
Félag:West Ham
Fyrri félög:Bournmouth
Staða:Framherji

Þessi ungi og bráðefnilegi framherji West Ham er leikmaður sem vert er að taka eftir. Hann er sjaldnast með minium fee nema í einu update-i sem ég veit um, man ekki hvað það er. Það er nokkuð auðvelt að lokka hann til sín þar sem West Ham eru í 1. deild, hann er góður fyrir flest lið í úrvalsdeild nema kanski þau sem eru með betri framherja(sbr:Chelsea;Mutu, Crespo) en góður með Tottenham og Boro og þannig félögum, hann kemur kanski til með að kosta slatta og hann er alveg svona 8m virði. Endilega prófið þessa tvo leikmenn.

Kv,

Massimo