Andres D’Alessandro

Fæðingardagur:15.04.81
Fæðingarstaður: Buenos Aires
Hæð:163 cm
Þyngd:54 kg
Þjóðerni:Argentínskur
Staða:Miðjumaður

Þessi smávaxni miðjumaður er af mörgum talinn einn efnilegasti leikmaður Argentínu. Hann hóf ferilinn hjá River Plate í heimalandinu og spilaði sinn fyrsta leik tímabilið 99/00. Hann spilaði með þeim fram að leiktíðinni 03-04 en þá gekk hann til liðs við Wolfsburg í Þýsku Bundesligunni. Mörg stærstu lið Evrópu voru á eftir honum en hann ákvað að fara til Wolfsburg til að venjast Evrópska leikstílnum með fast sæti í byrjunarliði. Í CM4 með updati er hann í Wolfsburg en River án updates. Hann er oftast með minium fee release clause upp á u.þ.b. 15m. Hann virkar vel hjá stórliðum og er oftast gott að setja hann bara beint inn í liðið en hann getur spilað á miðjunni, fyrir aftan framherjana og fremstur(FC) en það er erfiðara að fá hann til minni liða. Ég hef nokkuð oft keypt hann til liða eins og Barca, Inter o.f.l. og hann hefur alltaf virkað mjög vel, oftast frammi eða AMC í 4321 leikkerfinu. Ég var einu sinni Wolfsburg og byrjaði með hann og hann var frammi ásamt Diego Klimowicz og hann setti 16 mörk í 14 leikjum og 15 stoðsendingar en svo hætti ég reyndar í save-inu. Það er einnig gott að gefa honum “Free Role” framarlega á miðjunni og einnig láta hann reyna langskot, hann er snillingur í því. Mæli fastlega með þessum leikmanni og kaupið kauða þegar þið getið.

Kv,

Massimo