Ég er á 3. leiktímabili með 1. deildarliðinu Nottingham Forest og gengur ekki alveg nógu vel. Mér er búið að mistakast tvisvar að komast upp í úrvaldsdeild með því að tapa í umspili. Fyrsta tímabilið var ég bara að læra á liðið og var ekki mikið að kaupa; fékk Arnar Gunnlaugs og Babangida ókeypis og seldi nokkra! Mér gekk þó ágætlega, lenti í 3. sæti og komst í umspil. Þar vann ég fyrri umferðina en tapaði í úrslitaleiknum. Síðan bættust nokkrir leikmenn við eins og Eyjólfur Sverrisson og Jonathan Johansson og ég fékk Djemba-Djemba í lán. Hins vegar fór varnarmaðurinn Riccy Scimeca. Þessi leiktíð fór mjög vel af stað. Ég var í 2. sæti lengi og gekk mjög vel. Einkum blómstraði 19 ára miðvörður, Michael Dawson og 17 ára bakvörður James Biggins. Síðan var varið að bjóða í hann verði sem ég gat ekki hafnað svo ég seldi hann á 4 milljónir sem var meira en helmingi meiri peningur sem ég átti fyrir. Að lokum lenti ég í 3. sæti og fór í umspil. Aftur féll ég út í úrslitaleik. Svo fóru góðir hlutir að gerast. Ég fékk leikmenn í liðið mitt eins og Geremi, Marc-Vivien Foe (Guð blessi hann!), Mehmet Scholl o.fl. Á undirbúningstímabilinu vann ég Man Utd og hélt að nú væri ég öruggur. En svo fór þetta ekki á þann veg. Reyndar hefur 19 ára framherji, Craig Westcarr, brillerað en ég er samt í 10 sæti eftir um 6 leiki. Getur einhver hjálpað mér? Aðal vandamálið er helst vörnin hjá mér, hún er ekki sannfærandi!