Ég ákvað að taka við Selfoss liðinu enda besta lið landsins. Til þess að geta það verður maður að byrja í ICELAND DECEMBER 2007, annars er ekki hægt að vera Selfoss.

Ég fékk svo mikið sem 0k til leikmannakaupa og 0k til þess að borga mönnum laun svo að allir voru á part-time samning. Eina liðin fyrir mig til þess að fá menn til liðsins var því að fá menn ókeypis eða samningslausa (eða 6 mánuði eftir af samningnum).

Mér var spáð falli og markmiðið var því að bjarga liðinu frá falli.

Ég fór strax á leikmannamarkaðinn enda sá ég að með þessu liði myndi ég ekki endast í 1.deildinni. Sérstaklega eftir að skærustu stjörnur mínar voru fengnar á brott.

Leikmenn út :
(Janúar glugginn)

Sævar Þór Gíslason(FC) til ÍA - var einn sá besti hjá mér
Arilíus Marteinsson(AM/FC) til Fjölnir - var einn sá besti hjá mér
Ingólfur Þórarinsson(DM) til KA - var einn sá besti hjá mér
(September glugginn)
Þórarinn Snorrason rekinn - saug rass

Leikmenn inn:
(Janúar glugginn)

Kristján Óli Sigurðsson (AMC/R) frá Blikum - varð einn sá besti og er fyrirliði
Kristján Hauksson (DC) frá Fram - fastamaður í hjarta varnarinnar
Peter Gravesen (DL/ML) frá Fylkir - lykilmaður
Jóhann Helgason (MC) frá Valur - byrjunarliðsmaður
Baldur Þórólfsson (DR) frá Valur - rotation
Onandi Lowe (FC) frá Portmore Utd - lykilmaður
(September glugginn)
Símon Símonarson (GK) frá Keflavík - byrjunarliðsmaður
Andri Karvelsson (DL/ML) frá Fram - byrjunarliðsmaður
Eysteinn Hauksson (MC) frá Grindavík - byrjunarliðsmaður

Mikið af kaupum ég veit, en flestir þessir menn enduðu með því að gegna lykilhlutverki í 1.deildinni fyrir mig.

Ég byrjaði á því að taka þátt í Lower League Cup og stjórnin vildi meina að ég ætti að vinna þessa smádeild. Ég var með liðum á borð við Huginn, Völsungur, Sindri, ÍR og Afturelding. Því miður náði ég aðeins 3.sæti eftir sigra gegn Sindra og Völsung, jafntefli gegn Huganum og Aftureldingu og tap gegn ÍR

1. Huginn 11
2. ÍR 9
3. Selfoss 8
4. Völsungur 7
5. Sindri 4
6. Afturelding 2


Stjórnin var alveg brjáluð út í mig eftir þetta og ég þurfti augljóslega að gera betur.

Ég hóf deildina mjög illa og var með 11 stig í 11 leikjum og var meðal botn liðanna. Svo eftir ótrúlegan seinni hluta af deildinni tókst mér að enda með 34 stig, eða 23 stig í seinni hluta deildarinnar (11 leikir).

Svona endaði deildin:
1. Leiknir R 44
2. Selfoss 34
3. Stjarnan 33
4. Fjarðabyggð 33
5. Þór 33
….
9. Haukar 26
10. Njarðvík 26
11. ÍBV 25
12. ÍR 22

Íslenski bikarinn:
1.Umferð
Selfoss - Leiknir R 1-0 SIGUR
2.Umferð
Selfoss - KA 0-1 TAP

Þar með lauk fyrsta tímabili mínu með Selfysingum.

Onandi Lowe skoraði flest mörkin í deildinni en ég finn ekki hvernig hinum í liðinu gekk á þessu tímabili vegna þess að ég er byrjaður á 2.tímabili mínu.

Tölurnar mínar eftir tímabilið:
Club/Player Loyalty: 10
Domestic Player Bias: 12
Financial Control: 13
Hand On Approach: 10
Squad Discipline: 12
Tactical Consistency: 12

Endilega látið mig vita ef það vantar eitthvað og ef þið viljið framhaldið (reyndar bara búinn með 2 deildarleiki, 1 stig af 4)