Eftir að hafa prófað Fm2005 demóið og prófað nokkur lið, með mjög misjöfnum árangri ákvað ég að taka við liði sem er með tiltölulega sterka fjárhagslega stöðu, góðan og stóran hóp án þess að vera besta besta í deildinni sinni.. Eftir smá umhugsun ákvað ég að taka Newcastle United breyta þeim úr miðlungsliði í besta á Englandi.

Á mínu fyrsta tímabili átti ég að ná evrópusæti en ég ætlaði mér allavega að ná í meistaradeildina og fékk ég 17 milljónir sterlingspunda til þess að eyða til að ná því takmarki. Þar sem þetta var fyrsta starf mitt í knattspyrnubransanum var ég frekar grænn og þekkti fáa leikmenn. Þannig ég setti scout á holland, ítalíu, spán, frakkland og england til að finna fyrir mig menn. Fljótlega fékk ég sendingu frá scoutum mínum af tveimur ungum herramönnum sem áttu eftir að vera fastamenn í Newcastle næsta áratuginn. Þeir hétu Alberto Aquilani og Wesley Sneijder, og eyddi ég öllum mínum peningum í þá tvo félagana og byrjaði fyrsta tímabil með mikilli tilhlökkun. Þegar Alberto kom sögðu mér allir þjálfarar að þessi maður ætti heima á bekknum þangað til hann myndi þroskast betur sem leikmaður, en ég hlustaði ekki á þessi boð þjálfarana og leyfði honum að prófa og viti menn.. hann brillaði og endaði sem runner up í young player of the year og var í liði ársins. Wesley Sneijder aftur á móti urðu þjálfarar mínir strax mjög spenntir með og var mér ráðlagt að setja hann beint í liðið. Gerði ég það og setti hann á vinstri kantinn og gékk það svo vel að hann var valinn young player of the year, þriðji í player´s player of the year og einnig í ársliðinu.
Tímabilið gékk þó frekar brösulega til að byrja með og ég tapaði fyrstu tveimur leikjunum en vann svo 6, en tapaði svo stigum í næstu 4 leikjum, og einkenndi þetta mitt fyrsta tímabil, mjög mikil óstöðuleiki þar sem ég náði oft upp góðum sprettum en breiddin var bara ekki nógu góð og þegar tímabilið var uppi sat ég sem fastast í 6.sæti með 67 stig. Ég vissi nákvæmlega hvað hafði ollið því að svona illa hefði gengið og það var vörnin. Enginn maður þar var nógu góður og gékk illa að fylla upp í götin þar, þannig ég ákvað að öllum peningum næsta tímabils yrði eytt í vörnina. Í evrópukeppninni komst ég í undanúrslit og tapaði þar á móti Anderlecht 3-2 samtals og var mjög ósáttur við það. Í Fa-cup datt ég út í 5.umferð og í deildarbikarnum datt ég út í 4..

Keyptir:
Alberto Aquilani (8.5 miljónir, AS Roma)
Wesley Sneijder ( 8.25 milljónir, AFC Ajax)

Seldir:
Ronny Johnsen fór þegar samningur hans varð búinn.

Kluivert var markahæstur 29 (22 deildinni) mörk og fans player of the year og stoðsendingarhæstur var Aquilani með 13 stoðsendingar.

2005-2006

Þar sem ég hafði náð launakostnaði niður á síðasta tímabili var klúbburinn í blússandi plús og skeindi sér með peningum, bjóst ég við að fá feita summu til að kaupa leikmenn en í staðinn lækkuðu þeir wage-budgetið þannig ég var allt í einu 150 þús yfir og fékk 3 millur til að eyða, þannig þeir ákváðu að gefa mér nokkra peninga til að eyða í liðið.
Ég fékk Thomas Vermaelen á free transfer og Jonathan Zebina klófesti ég á 2,4 milljónir.
Þeir ákváðu reyndar að eyða þessum peningum í að stækkun á vellinum og var ég þannig séð ekkert það ósáttur. En þegar sumarið var rúmlega hálfnað hækkuðu þeir wage-budgetið mjög mikið og var ég allt í einu kominn í 750 þúsund pund UNDIR budgetti og fékk 12 milljónir til að kaupa leikmenn!
Það var ég mjög ánægður með, seldi reyndar nokkra menn eins og Kieron Dyer, sem hafði drullað all hressilega í buxurnar á síðasta tímabili, Steven Carr sem var ekki í mínum plönum eftir að Zebina kom og síðan sá ég eftir Aaron Hughes en var hann eini sem eitthvað stóð sig í vörninni á nýliðnu tímabili og var einnig fyrirliði. En fyrir þá fékk ég aðeins 8 milljónir.. í staðinn keypti ég Joseph Yobo, Claude Makélélé og Didier Drogba fékk ég fyrir skít og kanil frá Chel$ki enda eiga þeir nóg af peningum og Jonatha Woodgate keypti ég rétt fyrir lokun gluggans fyrir síðustu aurana mína og var ég nú bara mjög svo sáttur við hópinn minn.
Tímabilið gékk eins og í sögu liðið var allt 5 stjarnað nema Olivier Bernand með 3 en stóð sig samt bara ágætlega, rúst liðsins var með þvílíkum ólíkindum að lýsendur héldu vart vatni yfir frammistöðu liðsins. Þegar tímabilið var uppi endaði ég sem deildarmeistari með 87 stig, Fa-bikar meistari og einnig vann ég Euro-cup! Og var valinn stjóri ársins og leikmenn mínir margir voru í ársliðinu, Sneijder aftur ungi maður ársins og allir mjög ánægðir með mig nema Zebina kallinn, honum gékk voðalega illa að aðlaga sig lífinu í Newcastle og endaði með að ég þurfti að selja hann úr landi.

Keyptir:

Thomas Vermaelen (0, Ajax)
Jonathan Zebina (2,4 m, Juventus)
Joseph Yobo (9,25 m, Everton)
Claude Makélélé (275 k, Chelsea)
Didier Drogba (2,9 m, Chelsea)
Jonathan Woodgate (8,75 m, R.Madrid)

Seldir:
Kieron Dyer (3,5 m, Aston Villa)
Stephen Carr (1,7 m, Leverkusen)
Aaron Hughes (2,7 m, Everton)
Auk þeirra fóru margir sem aldrei höfðu átt séns að komast í liðið og voru einfaldlega fótboltalega heftir og fengu ekki framlengingu á samningum sínum.

Didier Drogba var markahæstur með 29(22 í deildinni) mörk og var einnig valinn fans player of the year, Kluivert með 19 stoðsendingar og var valinn player´s player of the year og eins og áður kom fram var Sneijder valinn young player of the year annað árið í röð.