Stoke City, framhald (CM 03/04) Nú er það framhaldið af síðustu sögu og við ætlum að taka upp þráðinn þar sem frá var horfið. Stoke City voru komnir í úrvalsdeild og stjórnin trúði þessu varla. Þeir voru rosalega örlátir og létu mig fá 2,6 milljónir til leikmannakaupa og ég ákvað að nýta þann pening til hins ýtrasta. Ég fór á leikmannamarkaðinn og fékk til mín sex leikmenn, ég keypti fjóra og tveir komu í lán út tímabilið.

Keyptir:

29.6.2004 Cesc Fabregas - Arsenal - 325k
1.7.2004 Michael Foley-Sheridan - Liverpool - 825k
2.7.2004 Bojan Djordjic - Man Utd - 525k
11.7.2004 Jami Puustinen - Man Utd - 450k

Fengnir í lán:

Stijn Stijnen (GK) - Club Brugge
Florent Sinama-Pongolle - Liverpool

Cesc Fabregas og Jami Puustinen voru ekki nægilega góðir til að fara strax í byrjunarliðið enda setti ég þá beint í U19 liðið enda báðir mjög ungir og efnilegir. En ég tók fimm æfingaleiki og voru þeir allir spilaðir við neðrideildarlið.

Huddersfield 2-2 Stoke
Kidderminster 1-4 Stoke
Preston 2-2 Stoke
Millwall 4-4 Stoke
Wrexham 1-3 Stoke

Ég taldi þetta ágætis úrslit og deildin var að hefjast innan fárra daga. Við byrjuðum á erfiðum leik, Tottenham á White Hart Lane. Leikurinn hófst og strax á 1 mínútu fá þeir góða sókn og er það portúgalinn Hélder Postiga sem rekur hann í netið. Staðan orðin 1-0 eftir aðeins eina sókn hjá heimamönnum. En við náðum þó að klóra í bakkann og við náðum að vinna leikinn eftir að staðan var 3-3 í hálfleik. Lokatölur voru hreint út sagt ótrúlegar, 5-7. Þetta sló öll met í deildinni enda mikið skorað. Mér gekk mjög vel í byrjun leiktíðar og í fyrstu fimm leikjunum var aðeins 1 tap og 1 jafntefli og 3 sigrar.

Tottenham 5-7 Stoke
Stoke 0-3 Aston Villa
Birmingham 1-5 Stoke
Stoke 0-0 Man Utd
Man City 1-3 Stoke

Ekki voru gerðar miklar vonir til liðsins enda lítið lið sem komst upp. Flestir spáðu að við mundum bara fara beint niður aftur og ekkert múður. Aðrir vildu gefa liðinu séns og spáðu því fyrir miðja deild. Aðrir gengu svo langt að segja að við myndum ná meistaradeildarsæti. Ég hlustaði ekki á þetta heldur hafði trú á mínu liði og vonaði bara það besta. En svo lauk leiktíðinni og við enduðum í 11. sæti eftir hetjulega baráttu í síðustu leikjunum. En 11. sæti á minni fyrstu leiktíð í úrvalsdeildinni taldi ég bara mjög góðan árangur enda voru ekki margir sem spáðu okkur svona ágætu gengi. Gunnar Gíslason, eigandi liðsins var mjög örlátur og lét mig hafa 4,7 milljónir til leikmannakaupa fyrir næstu leiktíð enda vildi hann styrkja hópinn fyrir átökin á næstu leiktíðum.

League Cup:

3rd Round: Stoke 3-3 Man City, vann í vító
4th Round: Stoke 0-6 Aston Villa

FA Cup:

3rd Round: Stoke 0-6 Middlesbrough

Eins og þið sjáið er árangur minn í bikarkeppnunum hreint út sagt hræðilegur miðað við árið á undan. En það er eitthvað við Aston Villa, ég get bara ekki unnið þetta lið. Mér persónulega finnst þeir vera ofmetnir í þessum leik því þeir eru ekki næstum því svona góðir í alvörunni. En ég veit ekki af hverju ég tók þátt í UEFA Cup en allavegana ég fór í þá keppni og í fyrstu umferð mætti ég skoska liðinu Hearts. Ég vann þá í fyrri leiknum 1-3 og svo 2-0 í þeim seinni. Í umferð nr. 2 fékk ég franska liðið Auxerre og ég tapaði fyrri leiknum 3-1. Ég tapaði einnig þeim seinni 0-1 og þar með var þátttöku minni lokið í UEFA Cup.

Ég notaði sama leikkerfi og á seinustu leiktíð og var liðið mjög svipað:

GK: Ed de Goey
DL: Marcus Hall
DC: Clint Hill
DC: Paul Williams
DR: Wayne Thomas
ML: Bojan Djordjic*
MC: Kris Commons*
MC: Michael Foley-Sheridan
MR: John Eustace (Captain)
SC: Hjálmar Þórarinsson*
SC: Florent Sinama-Pongolle

Ég er aðeins byrjaður á 3 leiktíð og mér gengur nú ekki vel. En ég kem kannski með grein um næstu leiktíð.

Takk fyrir mig
Kv. Geithafu