Frá Öskunni í Eldinn Eftirfarandi saga er framlag mitt í sögukeppnin en veit ég ekki hvert ég á að senda hana þannig að ég sendi hana hér sem grein. Eftirfarndi er skrifað í Word og gæti þess vegna komið skríngilega út hér, en ég veit það ekki og biðst ég forláts ef svo gerist. Tjáið endilega álit ykkar að vild.

Sunnudagurinn 30.11.2003

Ég veit nú kanski ekki alveg hvar ég á að byrja, ætli maður viti það nokkurtíman? Í raunini held ég að þetta hafi aldrei byrjað, bara gerst og síðan endað, þetta gerðist allt svo hratt. Einn dagurinn var algjör dírð en þeim næsta mætti líkja við helvíti, þótt svo að í mínum huga var þetta allt einn hnútur, hnútur sem að ekki er hægt að leisa, maður reinir og reinir þar til maður gefst upp og labbar í burtu.
En nú er ég kanski kominn soltið á undan mér í þessu öllu saman, best að ég byrji á því að kynna mig, ég heiti Björn Atli Axelsson og er þunglyndur maður. Ég hef átt við þann sjúkdóm að stríða síðan ég var krakki, í skammdeginu er eins og allt sé ömurlegt, ég sofi ekki og borða lítið. Fyrir u.þ.b. 10 árum fór ég til sálfræðings og hann mælti með því að ég fengi mér eithvað hobby, eithvað til þess að dreifa huganum frá skammdeginu. Ég fór þá að snúa mér að fótboltanum. Ég fór að horfa á leiki og brátt eftir það fór ég að sækjast eftir starfi við eithvað sem að honum viðkemur.
Ég hætti starfinu mínu, sem að var kanski ekki mjög merkilegt, var nefninlega ruslakall þannig að þar var kanski ekki mikklu fórnað. Ég fékk starf við það að þjálfa unga stráka hjá klúbb rétt hjá heimili mínu, spurði aldrei hvað klúbburinn hét enda fannst mér það skipta minna máli, ég hafði fundið mína ástríðu. Þunglindið var alveg horfið og lífið var einhvernveginn komið með tilgang. Ég held að það hafi tekið mig svona 5 ár að komast upp í það að þjálfa alvuru lið sem að ég vissi reindar enn ekki hvað héti, eina sem að ég vissi var það að þetta lið var á Englandi. Seinna meir, þegar liðið fór að keppa í deildarkeppnum og öðru komst ég þó að því að liðið hét Q.P.R.
Reindar hætti ég stuttu eftir að vera ráðinn þjálfari aðalliðsins en ég eitlaði mér stærri hluti, komst í blöðin og allt. Stuttu eftir uppsög mína frétti ég af því að Glehn Hoddle væri að leita sér að varaþjálfara og bauð ég honum í kaffibolla til þess að ræða málin. Ég bjóst nú kanski ekkert frekar við því að fá starfið en hver annar, en yfir þessum kaffibolla skemmtum við okkur konunglega, hlógum alveg eins og vittleisingar og urðum fínustu vinir. Eftir þetta gat hann ekki annað en ráðið mig. Ég var mjög feginn og hlakkaði mikið til að hefja störf mín í N-London.
Ég man ekki betur en að ég hafi starfað við þetta starf í 3 ár. Nú var komið árið 2003 og tímabilið sem í gangi var gegg ekki mjög vel. Tottenham endaði í 7. sæti í deildinni og góðkunningi minn Glehn Hoddle fékk að fjúka. Ég var svona á báðum áttum um það hvort að ég ætti að fara með honum þar sem að samningur minn við Tottenham var runnin út. Það réð síðan úrslitakostum þegar Tottenham bauð mér starf sem þjálfari liðsins. Ég held að það fái engin orð líst þeirri hamingju sem að braust út, kanski hafði hún verið þarna allan tíman, bara verið haldið inni.
Það eru svona “moment” í lífi manns sem að maður gleymir aldrei, þegar ég labbaði inn á skrifstofun í fyrst skipti eftir að hún var gefin mér. Gljáandi skrifborð og silkimjúkur leðurstóll, “ekki nógu gott að hafa leður ef maður ætlar eithvað að gantast með pjásunum” hugsaði ég með mér og glotti síðan af eigin brandara.
Mitt fyrsta verk var að spjalla aðeins við leikmennina og heyra aðeins í þeim hljóðið. Þeir tóku vel á móti mér og buðu mig velkominn til félagsins. Næst þá hringdi ég í Gavin Lowe, sem að var njósnari (scout) hjá félaginu og kallaði hann síðan inn á teppi (það var eithvað sem að veitti mér ánægu við það að kalla menn inn á “teppi,” minnti mig soltið á þau völd sem ég hafði). Ég sagði honum að hans starf fyrir komandi tímabil væri að fara og finna unga og efnilega leikmenn og mundi ég koma með honum til þess að velja og hafna (ég hafði nú ekki þekkt mannin lengi og vildi nú vera viss um að það væri soltið til í þessum leikmönnum). Ég sagði honum að við myndum eingöngu ferðast um England og sá ég að hann var vonsvikinn, vonaði lílkegast til þess að við færum til Karabíska hafsins eða eithvað álíka. Þetta endaði nú samt með því að við ferðuðumst um England og virtist þessi maður vera hinn snjallasti í því að koma auga á hæfileika og eftir þessa ferð voru komnir 6 nýjir leikmenn í hópinn, en það voru eftirtaldnir:
1. Chris Jones frá Leeds fyrir 220.000 pund,
2. Michael Van Geele frá Middlesbrough fyrir 200.000 pund,
3. Chris Howarth frá Bolton fyrir 300.000 pund,
4. Mikele Leigartwood frá Wimbledon fyrir 250.000 pund,
5. Cherno Samba frá Millwall fyrir 180.000 pund og
6. David Vaughan frá Crewe fyrir 1.100.000 pund.
Þetta voru samtals 2,3 miljónir punda, en stjórnin hafði aðeins gefið mér 2,9 miljónir þannig að ég lét þetta nægja, nema hvað að ég fékk Kim Kallström lánaðan út tímabilið.
Eftir þetta fór ég í það að stilla upp liðinu horfta á leikmennina æfa og spila æfingarleiki í s.s. 1 mánuð varð þetta að lokum svona:
————————————–N. Sullivan———————————————– ———————————L. King————————————————— ————–M. Leigertwood————S. Carr——————————D. Anderton———————————————– ——————–C. Ziege —————– J. Redknapp (C)—G. Poyet—K. Kallström———————————————- —-H. Postiga————–R. Keane—————————
Varamenn voru: K. Keller, F. Kanouté, S. Davies, D. Vaughan og B. Zamora.
Þannig var nú það og var nú ekkert eftir en fyrir tímabilið að hefjast. Fyrsti leikurinn var heimaleikur gegn erkiféndum okkar í Arsenal. Ég rann inn í hlaðið á leikvangnum á glænýjum Audi sem að ég hafði fest kaup á þessan morgun. Lífið varð ekki mikið betra. Leikmennirnir voru allir saman komnir inn í klefa ég fór yfir nokkrar leikfléttur sem að við höfðum æft áður og hélt síðan stutta ræðu sem að endaði með orðunum: “Lets kick som ass!” Leikmennirnir öskrupðu og klöppuðu og skokkuðu út á völlin, ég sat aðeins eftir inn í klefa. Ég heyrði fagnaðarlætin í áhorfendunum, köllin í leikmönnunum og eithvað mas í dómurunum. Ég labbaði eftir ganginum sem að liggur út á völlinn, síðan þegar ég fór að nálgast opið skokkaði ég út á völinn í fyrsta skipti. Áhorfendur risu úr sætum og fagnaðarlætin voru gífurleg, ég var í sælu vímu.
Leikurinn var flautaður á og eftir aðeins 5 mínotna leik slapp Robby Keane einn í geng og skoraði fram hjá Jens Lehmann. Allt ætlaði og springa svo gífurlega fögnuðum við og minnir mig að ég hafi sjálfur hlaupið inn á völlinn. Þessi leikur endaði 3-2 fyrir okkur við mikkla ánægu stjórnarinnar.
Næstu leiki vann ég flesta og var stjórnin í 7. himni. Ég baðaði mig í sviðsljósinu og naut mikilla vinsælda meðal almennings
Það var stuttu eftir þetta sem að ég hitti konuna mína, Jennifer Balvin, frábær kona. Við giftum okkur 2 mánuðum seinna, lífið var ekkert nema dans á rósum. Já það er einmitt svo undarlegt með það, að þegar maður hefur þetta svona gott hættir maður að hugsa um það sem að koma mun. Það gerðist svo 10. Nóvember að við fórum út að skemmta okkur. Ég fékk mér aðeins í glas og keyrði síðan heim, eða allaveg hálfleiðina þangað, ég tók ekki eftir rauðu ljósi og á miðjum gatnarmótum skall bíll í hægri hlið bílsin okkar. Jennifer lést samstundid en ég slapp með handleggsbrot og minniháttar höfuðáverka. Það var ekki fyrr en ég var kominn heim af spítalanum fyrr en ég áttaði mig á því hvað ég hefði gert, ég hafði drepið ástina mína, littla krúttið mitt, konuna mína. Hefði ég ekki fengið mér í glas hefði þetta aldrei gerst.
Eftir þetta braust þunglyndið aftur út ég fór að hætta að mæta á æfingar hjá liðinu. Ég fór að loka mig inni allan daginn. Ég rétt drattaðist út til þess að mæta á leiki hjá liðinu mínu því að í þessari stöðu var það eina sem að kætti mig var það að sjá liðið mitt spila vel. Nær allir leikir eftir þetta gerðu ekkert í þá áttina og eftir 6-0 tap gegn Leeds sem að var í 20. Sæti fór ég inn á klósett og grenjaði úr mér líftóruna. Liðið hrundi niður töfluna.
Ég datt útí 2. umferð deildarbikarsins geng Milwall 1-0. Ég sökk sífelt dípra og dípra niður í þunglyndi og hafði það líf sem að eitt sinn var dans á rósum orðið af einu stóru víti. Ég komst ekki lægra.
Hérna sit ég núna, veikari en nokkru sinni fyrr, hendurnar skjálf og lít ég sífelt á snöruna fyrir framan mig. Hérna er ég kominn, sit hérna upp á klósettinu mínu að skrifa þetta bréf til þess að láta vita hvert ég fór.
Ég fór nefninlega til himaríkis.