Fór eftir skóla einn dag í Kringluna sem er rétt hjá. Fékk mér að borða á stjörnutorgi og ætlaði svo að kíkja inn í BT að gá að einhverjum nýjum titlum. Kemur þá í ljós að þeir eru byrjaðir að selja CM4. Ég ætlaði nú ekkert að kaupa hann fyrr en eftir próf af ótta við að ánetjast leiknum. En þar sem hann stóð í hillunni svo saklaus gat ég ekki annað en tekið upp kortið og straujað 4990 kr. Vildi svo skemmtilega til að ýmislegt fylgdi með svo sem 6 kókglös, kók, frímiði á dóminos o.fl.

Ég var sennilega ánægðasti Kringlugesturinn er ég spásseraði út á á strætóstöðina. Þegar heim var komið setti ég Bohemian Rhapsody á fóninn um leið og ég tók plastið utan af leiknum.
Setti ég leikinn up og startaði honum, var ekkert að downloada einhverjum EP1, vildi leikinn hráann úr kassanum.

Tók að vanda við Man Utd og Juventus en það geri ég alltaf í fyrsta Save-i með alla CM leiki. Kallaði mig (þ.e. stjórana) Lippi Gullit og Bill Clinton, eitthvað gamalt líka.
Það tók mig smá tíma að komast almennilega inn í leikinn en það tókst og varð ég svo sem ekki var við mikla galla svo sem mikið hefur verið rætt um hér.

Juventus hefur aðeins úr 6 milljónum punda að spila til að kaupa nýja leikmenn og var það mitt plan að kaupa ekki leikmenn á þessu tímabili heldur frekar að nota þá sem ég hafði og meta þá að verðleikum að tímabili loknu. Í lok leiktíðar endaði ég í 2. sæti langt á eftir Roma sem tapaði aðeins einum leik á tímabilinu og gerði einhver jafntefli. Í jöfnu liði mínu var það Marco DiVaio sem var með hæstu meðaleinkunn að loknu tímabili og var þar með dúx liðsins með 8,23 í meðaleinkunn. Semidúx var Edgar Davids með 8,04 í meðaleinkunn. Leikkerfið sem ég spilaði var 3-4-3 og var byrjunarliðið oftast svona:
GK-Buffon

DC-Montero
DC-Tudor
DC-Thuram

ML-Nedved
MC-Davids
MC-Taccinardi
MR-Camonaresi

FC-Del Piero
SC-Trezeguet
FC-Di Vaio

Viðunandi árangur náðist á öðrum vígstöðum en enginn titill þetta tímabilið.

ManUtd liði hafði í kringum 25 milljónir punda til að kaupa leikmenn en þar sem mér tókst ekki að fá almennilegan framherja fyrir upphaf tímabilsins ákvað ég að bíða með það. Náði einnig öðru sætinu hér í deildinni rétt á eftir Liverpool (af öllum liðum)
Mikill yfirburðarleikmaður var RVN sem skoraði og skoraði, endaði með 8,42 í meðaleinkunn sem er býsna gott. Semi dúxinn var öllum á óvart, sjálfur Wes Brown sem skoraði ekki eitt sjálfsmark á leiktíðinni! Ég lét þá leika 4-4-2 og var óspar á að skipta út leikmönnum þar sem meiðsli voru heldur tíð á bænum. Algeng liðsuppstilling þegar allir voru heilir var þó:
GK-Barthez

DL-Silverstre
DC-Ferdinand
DC-G. Neville
DR-Wes Brown

ML-Giggs
MC-Keane
MC-Veron
MR-Beckham

SC -RVN
SC-Scholes

Náði að krækja mér í bikarinn en datt fljótt út í Meistaradeildinni og deildarbikarnum

Eftir þessa fyrstu reynslu af CM4 get ég ekki verið annað en bjartsýnn á að þessi séría af CM verði sú vinsælasta og er ég sérstaklega ánægður með 2D vélina sem er algjör snilld.