Jæja ég ákvað að prófa að búa til nýtt save og vera Pólska landsliðið.
Þegar ég tók við þeim voru þeir frekar öruggir áfram á HM þeir voru í efsta sæti með 17 stig
og Hvíta-Rússland var í öðru með 12 og 3 leikir eftir.

Ég leit svona snöggt yfir hópinn og leist bara ágætlega á þetta nema vörnin var ekkert spes
well ég notaði 4-1-2-1-2 og svona var byrjunarliðið mitt:

GK-Dudek
DL-Wegrzyn
DC-Dziwor
DC-Waldoch
D R-Moskal
DMC-Kaluzny
ML-Kryznowek
MR-Pater
AMC-Arka diusz Bak
FC-Olisadebe
FC-Kryszalowicz

(heh meðal aldur liðsins er 27.5 og meðalaldur byrjunarliðinst er 27.52 :þ )

ok fyrsti landsleikurinn var á móti Noregi á heimavelli.

Leikurinn byrjaði vel og á 5. mínutu sólaði Bak þrjá Norðmenn og átti frábæra sendingu inní
teiginn en Kryzalowicz skallaði í slá.
En á 17. mínutu fékk Polland hornspyrnu Bak sendi inní og Kaluzny skoraði með góðum skalla
1-0. Þannig var staðan svo í hálfleik.
Eitthvað var Pater að standa sig illa þannig að ég setti Sebastian Milan inná fyrir hann,
þetta var fyrsti landsleikur Milans en hann er 19 ára AMR/AML.
Í seinni hálfleik yfirispiluðum við Norðmenn og áttu meðal annars tvö sláarskot áður en við
skoruðum annað mark (ótrúlegt hvað maður skýtur oft í slá eða stöng í CM).
Seinna markið kom eftir góðan undirbúning hjá Kaluzny, hann hljóp framhjá Ronny Johnsenn og
Eggen og gaf fyrir, Kryszalowicz skoraði með föstu skoti á lofti.
Það var svo á 88. mínutu að Milan innsiglaði sigurinn eftir sendingu frá Bak.

Þetta var frabær leikur og Norðmenn áttu aldrei möguleika eða marksot í þessum leik,
Kaluzny og Bak voru frábærir enda fengu þér báðir 10 í einkunn og Kaluzny var valinn maður
leiksins.

Með leiknum tryggði ég Pollandi sér sæti á HM því Hvíta Rúslland gerði jafntefli þetta verður þá
í fyrsta skipti í 16 ár sem Polland tekur þátt á HM.

Næst var leikur Við Hvíta-Rússa á útivelli.

Leikurinn var mjög slakur af minni hálfu ég var heppin að merja 2-2 jafntefli.
H-Rússar völtuðu yfir mína menn í þessum leik og það var aðeins Dudek sem héld mér á floti
með frábærum markvörslum.
Ledenev skoraði bæði mörk rússana eitt á 17. mínutu og hitta á 88.
Kryznowek skoraði á fyrstu mínutu seinni hálfleiks eftir að hafa fengið boltan frá Kaluzny
og sólað þrjá leikmenn og skorað með góðu skoti upp í samskeytin, hann lagði svo seinna
markið upp fyrir Olisadebe á 74. mínutu.
Ég var mjög heppin að ná jafntefli í þessum leik enda fengu þeir ein 15 færi og ég aðeins 4.

Well nú er bara eftir leikur á móti Ukraein í Kænugarði.

Þetta var ROSALEGUR leikur sjaldan sem maður spilar svona spennandi leik sérstaklega þar
sem ég horfi á alla leiki landsliðsins í “very slow” en allavega var þetta frábær leikur.

Ég ákvað að gefa Pawl Brozkek tækifæri í þessum leik.
Leikur byrjaði svona nokkuð rólega, en það var Bak sem skoraði fyrsta mark leikisins á 26.
minutu með skalla eftir að Kryznowek hafi hlaupið upp kantinn og gefið fyrir,
á 29. mínutu kom síðan alvega eins mark Kryznowek upp kantinn og Bak skoraði með skalla.
2-0 í hálfleik.
Seinni hálfleikur byrjaði á því að Szymowiak skoraði á fyrstu mínutuni, eftir að Kryznowek
hafið sólað hálfa vörn Ukraeinu upp úr skónum og lagt hann út Szymowiak.
Jæja nú var staðan 3-0 eftir 47 mínutur ég var byrjaður að fagna sigri, en Kovalenko skoraði
2 mörk á 5 mínutna kafla á 52 og 57 mínutu og nú var staðan orðinn 3-2.
Mér leist engann veginn á blikun eitthvað var hann Brozek að standa sig illa þannig að
ég setti Juskowiak inná í staðinn fyrir hann.
Aðeins mínutu seinna fékk ég horn sem Bak tók og Juskowiak skoraði í sinni fyrstu snertingu
í leiknum.
Eftir markið kom mikið líf í leikinn og bæði lið skiptust á að sækja, Dudek var að bjarga
mér hvað eftir annað, en á 78 mínutu náði Rebrov að spóla sig gegnum vörnina Dudek gerði vel
að verja skot hans and Shevchenko náði frákastinu á undan Dudek og minnkaði muninn í 4-3
og tryggði þar með æsispennandi lokamínutur.
Síðustu 12 mínutur leiksins voru Ukraeinu menn í sókn nánast allan tíman !
Dudek kom með hverja snildarmarkvörsluna á eftir annarri, það dró svo til tíðinda á 86.
mínutu Shevchenko skoraði þá, en sem betur fer var markið flautað af vegna rangstöðu.
Síðustu 4 mínuturnar voru örugglega þær lengstu í sögu CM ég held að þeir hafi á 10 skot
á þessum síðustu mínutum, vörnin var alveg hrikaleg í leiknum en sem betur fer átti
Dudek stórleik, og á 90 mínutu komst Rebrov einn í gegn og Dudek brautt greinilega á honum
en dómarinn ákvað að dæma ekkert, aðeins andartökum síðar flautaði hann leikinn af.

Jæja 4-3 sigur er svosem fínt en ég var heppin að tapa ekki 4-8,
Kryznowek var valinn maður leiksins enda lagði hann upp 3 mörk.
Ég endaði riðilinn með 24 stig þá einhverjum 9 stigum á undan Belraus sem náði öðru sætinu
í riðlinum.
Með sigrinum komst ég líka í 28. sæti á FIFA listanum.

Jæja nú voru allir leikmennirnir heim til sinna félagsliða og ég þurfti að undirbúa
vináttu leik gegn Búlgörum eftir 2 mánuði.

Polland Vs Bulgaria

Vá fyrrihálfleikur er mesta einstefna sem ég hef séð í fyrrihálfleik átti ég 20 skot(11 á
mark) og þeir 1 skot……
En staðan var 3-1 í hálfleik, seinni hálfleikur var nokkuð svipaður og leikurinn endaði 5-1
Arkadiusz Bak skoraði fernu í leiknum og Szymowiak eitt
Olisadebe og Juskowiak lögðu báðir upp eitt á Szymowiak tvö.
En nú var Bak búinn að skora 6 mörk í 4 leikjum og leggja upp 3 og var þar að auki með
9 í meðal einkunn (strákar þessi maður er snillingur).

27 desember, nú er búið að draga í riðla á HM ég lenti í B-riðli ásamt: Ítalíu,Ekvador
og Sengegal, frekar léttur riðill og ég held að ég sé öruggur með 2. sæti.
C-Riðillinn er svona “dauðariðill” en í honum eru: Þýskaland,Spán,Portúgal og Túnis.
Nú eru 2 æfinga leikir framundan Ukraein (H) og Swiss (H).


Ég tapaði 1-3 á móti Ukraein Shebchenko skoraði þrennu, hjá mér skoraði Bak (juskowiak ast)
ég datt um 5 sæti á FIFA listanum eða í það 33. !
Ég var mjög óángæður með þennan leik, þannig að ég ákvað að gera einhverjar breytingar á
liðinu ég skipti í 3-5-2 núna, Kryszalowicz,Arek Radomowski og Mielcarski komu allir í
byrjunarliðiði í stað Wegrzyn,Olisadebe's og Waldoch'ar.

Leikurinn byrjaði vel og á 5. mínutu skoraði Kryszalowicz, þetta var frekar jafn leikur
samt einhvernveginn tókst mér að skapa mér betri færi í leiknum og Radomowski bætti við
marki á 26. mínutu eftir að Bak hafði tætt í sig vörnina.
Það var svo Kaluzny sem skoraði rétt fyrir leikhlé eftir góðan undirbúning Szymowiaks.
3-0 í hálfleik, seinni hálfleikur var frekar daufur eina markið í honum kom á 73 mínutu
Mielcarski skoraði það.

4-0 var lokastaðan og allir “nýju” mennirnir skoruðu !
ég komst aðeins upp á FIFA listanum eða í 30 sæti, nú eru bara 60 dagar í HM !
og fyrsti leikurinn verður á móti ítalíu.




Að sjálfsögðu hafði enginn þarna tekið þátt á HM né EM áður þarna þannig að ég hafði einhverjar
áhyggjur af reynsluleysinu…….

Italy Vs Polland

Fyrir leikinn kom Zigniew Boniek formaður pólska knattspyrnu samnbandsins og fyrrum HM hetja
til okkar og óskaði okkur góðs gengis.
Stúkan var full og 63900 áhorfendur biðu spennti eftir að dómarinn flautaði leikinn á.
Kl: 18:00 á staðartíma flautaði dómarinn leikinn á HM ævintýri Póllands var hafið……..

Strax á 5. mínutu var Bak byrjaður að hakka ítölsku vörnina niður, hann náði að prjóna
sig gegnum vörnina og lagði svo boltan á Szymowiak sem var eitt á auðum sjó….. MARK
staðan var orðinn 1-0 ég trúði þessu varla, næsti hálftíminn var mjög jafn og mér fannst
við standa okkur mjög vel meðal við að í liði Ítala voru menn á borð við Totti,Vieri,Del Piero
og Montella (þeir voru allir í byrjunarliðinu) leikurinn var mjög jafn og bæði lið
skiptust á að sækja,en heppnin var ekki með okkur og það var Montella sem skoraði eftir
hornspyrnu frá Totti á 39. mínutu.
1-1 í hálfleik,
Seinni hálfleikurinn var frekar svipaður en Toldo átti stórleik og varði hvað eftir annað
en eins og ég sagði var heppnin ekki með okkur í dag og Del Piero skoraði annað skalla
mark á 67. mínutu, eftir markið var allur vindur í strákunum og ítalir voru nær því að vinna
5-1 en við jafna.
Leikurinn endaði 2-1 frekar ósanngjörn úrslit að mínu mati en svona er fótbolti, Toldo var
svo valinn maður leiksins.

Eftir Leikinn koma forseti Póllands Aleksander Kwasniewski kom eftir leikinn og sagði að
það sem byrjar illa getur endað mjög vel…..

Nú voru sjö dagar í leikinn á móti Sengegal,en þeir gerðu 0-0 jafntefli á móti Ekvador í
fyrsta leik sínum.

Pólland Vs Senegal

Það var ljóst í upphafi leiks að Senegalar ætluðu að spila varnarbolta og treysta á
skyndisóknir með Diouf fremstan í flokki.
Leikurinn fór rólega af stað,en á 17. mínutu meiddist Moskal eftir ljóta tæklingu frá Diao
Thomaz Klos kom í stað hans í vörnina.
Fyrsta marktækifæri leiksins kom á 27. mínutu þegar Arek Radomski og Arkadiusz Bak spiluðu
honum skemmtilega á milli sín og fóru illa með vörn Senegala, Radomski þaut upp kantinn og
gaf fyrir, Kryszalowicz stökk hæst allra og skallaði boltann óverjandi stönginn inn 1-0.
Við spiluðum rólegan og yfirvegaðan bolta, og reyndum að finna opnur í vörn Sengegala. Og á
37. mínutu dróg til tíðinda þegar Bak lyfti boltanum inní teiginn og Juskowiak skallaði
boltann í þverslánna, Senegalar brunuðu upp völlin Diao fékk boltann á miðsvæðinu og sendi
háan bolta inn fyrir vörnina þar sem Diouf kom á geysisprett og náði að komast einn innfyrir
vörnina hann skaut boltanum neðarlega en Dudek sýndi frábær tilþrif og kastaði sér út í hornið
og ýtti boltanum í stöng og útaf.
Meira gerðist ekki í hálfleik, ég 2 skot Senegal 1 skot…..
Seinni hálfleikur hófst svo af miklum kraft, á 49. míntu fór Diouf illa með vörnina og náði
að lauma boltanum innfyrir þar sem Salif Keita kom á fleygiferð og dúndraði boltanum upp í fjær
hornið, en Dudek sýndi en og aftur ótrúlega markmannshæfileika og bjargaði með ótrúlegri markvörslu.
Á 60. mínutu fékk Bak boltann rétt fyrir utan teig Senegala, dróg að sér 3 varnamenn sendi
svo á Mielcarski sem lúrði á hægri kantinum, hann sendi svo fyrir og hver annar en
Kryszalowicz var mættur og skoraði með gullfallegum skalla af frekar löngu færi 2-0.
Það var svo á 77. mínutu að þriðja mark leiksins leitt dagsins ljós, Bak trítlaði upp völlin
35 metrum frá markinu þegar hann allt í einu lét vaða, boltinn flaug 35 metra upp í
vinstra hornið óverjandi fyrir Khamdin markmann Senegala,þetta mark kom alveg uppúr þurru.
Á 84. mínutu náðu Senegalar svo að klóra í bakkan eftir skyndisókn, Louis Goma fór illa með
Dziwior og lagði hann út á Mamadou Diabang sem skoraði með föstu skoti.
Aðeins mínutu síðar fengu Senegalar hornspyrnu Louis Gomes spyrnti fyrir og Diabang náði að
koma skalla á markið en Dudek varði meistaralega í þriðja sinn í leiknum.
3-1 sigur var í höfn, Dudek og Kryszalowicz voru valdnir menn leiksins.

Italir unnu Ekvador 3-0 með tveimur mörkum frá Vieri og einu frá Totti.

Poland - Ekvador

Þetta var alveg örugglega eitt skemmtilegasti og lengsti leikur sem ég hef spilað í cm !

OK, leikurinn byrjaði frábærlega á 2. mínutu skoraði Bak með góðum skalla eftir góðan
undirbúning frá Kryszalowicz.
Bak var hreinlega óstöðvandi í þessum leik og á 11. mínutu átti hann gott skot rétt fyrir
utan teig sem Giovanny Ibarra markmaður EKvador varði vel.
Það var svo komið að Kaluzny að skjót á 14. mínutu eftir að hafa sólað þrjá ekvadora skaut
hann 15 metrum frá markinu en Ibarra varði vel.
Bak var í banastuði og plataði hálft lið ekvador áður en hann gaf fyrir á Kryszalowicz,en
skalli hans var varinn af Ibarra.
Ibarra kastaði fram og Kaviades brunaði upp völlin sendir fyrir á Delgado en þá var komið
að Dudek að sýna snildar tilþrif og hann varði góðan skalla Delgados.
Á 20. mínutu var Bak en á ferðinni og en og aftur varði Ibarra meistaralega frá honum.
Ekvadorar áttu svo hættulega sókn á 23. mínutu Aguinaga fyrirliði þeirra átti þá fast skot
sem Dudek varði vel, Kaviades náði frákastinu en Dudek hendi sér út í hornið og náði að verja.
Bak náði svo loks að skora á 29. mínutu eftir að skot Kaluznys var varið af Ibarra, Bak var
fljótur að ná frákastinu og koma Pólverjum í 2-0.Þetta var jafnframt 10. mark Baks í 14leikjum.
En aðeins mínutu síðar skoraði Moriera eftir slæm varnar mistök.
Pólverjar tóku miðju Bak fékk boltanan hljóp up völlin smeygði sér framhjá 3 varnarmönnum
og þrumaði boltanum í netið. 3-1 og þrjú mörk á jafnmörgum mínutum.Og þrenna hjá Bak.
Delgado náði næstum að skora fjórða markið á fjórum mínutum en Dudek sá við skalla hans.
Á 37. mínutu átti tók Arek Radmoski aukaspyrni, hann lyfti boltanum inní teiginn og
hver var mættur annar en……….. Arkadiusz Bak og skoraði með gullfallegum skalla 4-1 !
Rétt fyrir leikhlé náðu svo Ekvadorar að minnka muninn en það gerði Delgado með skalla eftir
góðan undirbúning frá sóknarfélaga sínum Kaviades.
HT- 4-2 ég er búinn að eiga 10 skot á markið og Ekvador 10 líka.
Bak hóf seinni hálfleik eins og þann fyrsta, á 49. mínutu var 18 metra skot hans varið af
Ibarra sem var að fara á kostum í markinu.
Tveimur mínutum síðar fengu Ekvadorar víti ! Kaluzny braut klaufalega á Delgado inní vítateig.
Giovanny Patricio tók spyrnuna fyrir Ekvador, Dudek var búinn að standa sig ótrúlega í síðustu
leikjum,þannig að ég var viss um að hann myndi verja spyrnuna, og……. Hann varðI !!
Dudek var fljótur að kasta boltanum á Juskowiak sem var skyndilega kominn einn í gegn,
en,EN og aftur varði Ibarra stórkostlega, náði að blaka boltanum í slá og horn.
Bak tók hornspyrnuna og Kaluzny stök upp og skallaði boltann fallega framhjá Ibarra 5-2 !
Bak var svo alls ekki hættur og á 56. mínutu var fallegt boga skot hans varið af Ibarra.
Aðeins mínutu síðar var Bak kominn einn á móti markmanni eftir snildar samspil milli hans
og Kaluznys, en….. Ibarra varði en og aftur.
Á 66. mínutu fengu Pólverjar svo aukaspyrnu á stórhættulegum stað Bak bjó sig undir að taka hana.
Hann hljóp að boltanum og lét vaða, þetta virtis óverjandi en einhvern veginn tókst Ibarra
að slæma hendi í boltan.
Eftir þetta gerðist svo sem ekkert merkilegt og 5-2 sigur staðreynd.
Þess má til gamans geta að í leiknum átti ég 20 skot 18 á mark og Ekvador 12 og 8 á mark,
en Bak átti 12 skot og 11 á markið !
Bak var svo auðvita valinn maður leiksins með 4 mörk og eitt assist.

Ítalir unnu Senegala 2-0 (Montella 2x)

16- Liða úrslit :

Frakkland - Króatía
Holland - Danmörk
S-Afríka - Þýskaland
Pólland - Paraguay
Argentína - Kólumbía
Júgóslavía - Rússland
Portúgal - Svíþjóð
og leikur umferðarinnar
Ítalía - Brasilía !

Pólland - Paraguay

Dziwior og Moskal voru meiddir þannig að ég breytti úr 3-5-2 í 2-6-2 (leikkerfið hans wbadz)
Byrjunarlið : Dudek,Hajto,Klos,Kaluzny,Radmomski,Mielcarski,Pater,Kry znowek,BAK (C),Kryszalowicz
og juskowiak.

Það þurfti ekki að bíða lengi eftir fyrsta markinu því á fimmtu mínutu skoraði Bak með skalla
eftir sendingu frá Mielcarski.
Aðeins mínutu síðar skoraði Bak næstum því aftur, en skot hans var varið af fyrirliða Paraguay
Chilavert.
Fyrsta marktækifæri Paraguay kom á 26. mínutu þegar Gonzáles komst einn í gegn en skot hans
fór langt yfir.
Dudek flýtti sér að taka markmannspyrnuna og kom boltanum á Bak sem hljóp upp völlin og skaut
af löngu færi en skot hans hafnaði í slánni.
Það var svo ekki fyrr en á 44. mínutu að Paraguyar náðu skoti á markið Santa Cruz náði þá
að spóla sig gegnum vörnina en Dudek varði frábærlega frá honum, hann flýtti sér að koma boltanum
í leik og Bak fékk boltan hann lyfti honum inní teiginn, Kryszalowicz tók boltann á kassan og tók
hann svo viðstöðulaus, boltinn flaug í hægra hornið óverjandi fyrir Chilaver 2-0 !
HT—–
Það tók aðeins eina mínutu að skora í seinnihálfleik Kryszalowicz skýldi boltanum vel fyrir varnarmönnum
paraguay svo renndi hann honum út á Kaluzny sem þrumaði á markið, Chilavert varði frábærlega frá honum
en Bak náði frákastinu og skoraði framhjá liggjandi Chilavert 3-0 !
Leikurinn hreinlega dó eftir þetta og það kom bara eitt færi á 88. mínutu þegar Bak skaut boltanum
yfir í ágætu færi,
en 3-0 sigurstaðreynd, Bak með 2 mörk og 1 assist hann var nú búinn að skora 7 mörk í keppnini og leggja upp 2
hann var semsagt búinn að eiga hlut í öllum mörkum liðsins !!!!

Önnur úrslit úr 16 liða úrslitum :

Frakkland 1 - Króatía 1
Henry 34 Koval 12

króatar unnu svo 4-3 í vítaspyrnu keppni, Thuram og Dsailly klúðruðu fyrir frakka en króatar
skoruðu úr öllum sínum spyrnum

Holland 0 - Danmörk 3
Laursen 42 Nielsen 79 Sand 85

S-Afríka 1 - Þýskaland 2
Mnguni 45 Neuvilee 24,45PEN

Argentína 1 - Kólumbía 2
Casas 72 Yepes 20,Aristzábal 33PEN
þess má til gamans geta að Argentína átti 13 skot en kólumbía 2…….

Júgóslavia 0 - Rússland 1
Loskov 107
Portúgal 2 - Svíþjóð 1
Pinto 67,82 Selakovic 90PEN

Ítalía 5 - Brasília 0
Del Piero 15PEN,45 Vieri 29,32,57

8 Liða úrslit

Króatía - Danmörk
Þýskaland - Pólland
Kólumbía - Rússland
Portúgal - Ítalía

Polland - Þýskaland
ég gerði tvær breytingar á liðinu Olisadebe og Pater komu í stað Juskowiak og Szymowiak

Það þurfti aðeins að bíða 30 sekúndur eftir fyrsta markinu, Bak fékk boltan á miðsvæðinu
gaf út á Pater sem sendi boltann inní teiginn beint á kollin á Kryszalowicz sem skoraði !
Á 9. mínutu fékk Pater boltan aftur á kantinum á sendi hann á Kryszalowciz sem gaf boltan á
Ola (olisadebe) sem vipaði honum á Bak sem skoraði með skalla ! 2-0 !!!
Og á 27. mínutu var Kryszalowicz næstum búinn að bæta við öðru marki en Kahn varði frábærlega.
Fyrsta marktækifæri Þjóðverja kom á 33. mínutu Neuville tók horn og Jancker skallaði boltan
í slánna.
Pólverjar brunuðu upp í skyndisókn Pater fékk boltan á hægri kantinum sendi hann fyrir á
Radomski sem tók hann á lofti en Kahn bjargaði á ótrúlegan hátt, Bak náði frákastinu einn
á móti marki en hann skaut boltanum í hliðarnetið !
Undir lok hálfleiksins tókst Bak svo næstum að bætta upp fyrir klúðrið þegar hann sólaði
Ballack og Wörns og þrumaði boltanum á markið, en Kahn varði.
HT—- Pólland 7 skot Þýskaland 1…….
Á fyrstu mínutu seinni hálfleiks fengu Þjóðverjar aukaspyrnu á 20 metra færi Beinlich skaut
en Dudek hendi sér út í hornið og greðip boltan.
Aðeins mínutu seinn var Jancker að komast einn í gegn þegat Thomasz Hajto fellti hann !
Hajto var umsvifalaust rekinn útaf og þjóðverjar fengu aukaspyrnu.
Christian Wörns komst svo í dauða færi á 53. mínutu en Dudek varði vel.
Á 59. mínutu áttum við greinilega að fá vítaspyrnu ! þegar wörns fellti Bak inní vítateig
en dómarinn sá ekki atvikið >.<
Dudek varði svo 3 skot frá Neuville,Hamann og Jancker á mjög skömmum tíma á 80-83 mínutu.
Á 87. mínutu náðu Pólverjar svo fyrstu sókn sinni síðan Hajto var rekinn útaf Kryznowek var
á vinstri kantinum þegar hann fékk boltan frá Mielcarski hann sendi hann strax inní teiginn þar
sem Bak kom fljúgandi og skoraði einn eitt skallamarkið ! 3-0 !!!!!!
Síðustu mínuturnar sóttu þjóðverjar stíft og Dudek varði tvíveigis frá Neuville.
3-0 ! pólverjar eru komnir í 4 liða úrslit !!!!!!!

8 liða úrslit :

Króatía 0 - Danmörk 5
Runje (GK)rautt 11 || Grauland 11PEN,20,30 | Hansen 66| Laursen 80

Portúgal 0 - Ítalía 5
Di vaio 5 Vieri 12

Kólumbía 2 - Rússland 1
Angel 73 Sinisterra 111 | Bestchastnykh 41

SEMI FINALS !

Danmörk - Pólland
Kólumbía - Ítalía

Pólland vs Danmörk

Leikurinn fór hægt af stað enda mikið í húfi.
Fyrsta skotið kom þegar korter var búið af leiknum Grauland komst þá í fínt væri en Dudek varði vel.
Fimm míuntusm síðar fengu danir hornspyrnu, Thomsen náði að skalla hann en boltinn smaug framhjá stönginni.
Það var svo ekki fyrr en á 32. mínutu að Pólverjar fengu sína fyrstu sókn Radmoski spilaði knettinum upp
völling og gaf á Kryszalowicz sem þrumaði boltanum yfir markið.
Á 36. mínutu fengu svo danir skyndi sókn Thomson laumaði boltanum innfyrir vörnina þar sem Ebbe Sand var kominn einn
á móti Dudek, hann skaut honum neðarlega í nærhornið en DUdek sá við honum og varði með löppini.
Tveimur mínutu síðar fékk Pater boltan úti á kantinum hann sendi háan bolta fyrir markið og Kryszalowicz skoraði með enn einu
skallamarkinu, fimmta mark Kryszalowicz í keppnini.
1-0 í hálfleik.
Olisadebe skoraði næstum í upphafi seinni hálfleiks þegar hann lék á Helveg og Colding en SÖrensen varði með tilþrifum.
Á 50. mínutu fengu danir en eitt dauðafærið Grauland átti fastan skalla eftir horn, en eins og í fyrri skiptin varði
Dudek vel.
Sörensen varði góð skallafæri frá Kryszalowicz og Olisadebe á 65. mínutu.

EN á 77. mínutu kom fallegasta mark keppninar, Pater fékk boltan á kantinum gaf á Bak sem gaf hann svo á Kryszalowicz sem gaf
hann aftur út á Pater sem gaf hann á Bak, Bak sendi boltan fyrir og Olisadebe skoraði……. með skalla….. 2-0
Danir sóttu svo án afláts í lokin en Dudek varði hvað eftir annað og 2-0 sigur staðreynd !!!!1
Pólverjar er komnir í úrslit keppninar !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

Kólumbía 0 - Ítalía 1
Di Vaio 45

Úrslitaleikurinn Pólland - Ítalía

62 þúsund manns fylltu National Stadium í Tokyo til að sjá Pólland og Ítalíu spila um dolluna.

Byrjunar lið ítalíu: Cudicini,Meterazzi,Cannavaro(C),Nesta,Luliano,Coco,Zamb rotta,Vieri,Montella,Inzaghi og Doni
þeir spiluðu “343*defensevie” (4 varnarmenn 2 dmc 2 kanntmenn 3 framherjar)

Pólland: DUDEK,HAJTO,WALDOCH,KALUZNY,RADOMSKI,MIELCARSKI,PATER,K RYZNOWEK,BAK (C),OLISADEBE,KRYSZALOWICZ.

Ítalir byrjðuðu mun betur og á fimmtu mínutu slapp Inzaghi einn í gegn en Dudek varði vel.
Inzaghi átti svo annað dauðafæri á 11. eftir að Montella og Vieri léku boltan skemmtilega á milli sín, Dudek varði meistaraleg
eins og venjulega.
Fjórum mínutum síðar komst Zambrotta upp á endalínu, sendi fyrir en skalli Montella var varinn af dúdda.
Það var svo á 21. mínutu að pólverjar fengu sitt fyrsta færi, Kryszalowicz náði sendingu fyrir en skalli óla fór naumlega framhjá.
Á 27. mínutu var Zambrotta en á ferðini upp kantinn fyrir gjöf hans endaði beint á kollinum á Vierie og þaðan beinustu leið í
öruggar hendur Dúdeks.
Aðeins mínutu síðar var það komið að Doni að fara illa með pólsku vörnina en núna var það Montella sem fékk skallasendingu inní
en Dudek varði aftur.
Á 31. mínutu meiddist Pater og Sebastian Mila kom í stað hans á hægri kantinn.
Bak var svo nálægt því að skora undir lok fyrri hálfleiks and skot hans strauk utanverða stöngina.
HT—- Dudek er með 9 i einkumm í hálfleik Kaluzny og Kryszalowicz 7 og restin með 6 frekar slakkt hjá strákunum
Það leið korter þar til ítalir fengu fyrsta dauðafærið sitt í seinni hálfleik en það var Montella sem þrumaði knettinum yfir.
Á 69. mínutu fengu ítalir svo hornspyrnu, Zambrotta gaf fyrir, skalli vieris var varinn en hann náði frákastinu og skoraði !
1-0 ><.
Eftir þetta settu ítalir restina af liðinu í vörn og við það fengum við fleiri marktækifæri.
Á 75. mínutu var Bak kominn í frábært færi en hann skaut boltanum langt yfir markið.
Vieri áttu svo dauðafæri hinum megin en Dudek varði vel.
Það var svo á 88. mínutu að við fengum besta færi okkar, Bak gabbaði Nest og Cannavaro og renndi boltanum út á Kryznowek
en skot hans hanfaði í hliðarnetinu.
Pólverjar sóttu og sóttu síðustu mínutur en sterk vörn ítala stóð fyrir sínu.
1-0 ítalir heimsmeistarar !!!!!!!!!!!!!!!!


Bak var markakóngur með 9 mörk,vieri var annar með 7 og Grauland 5.
Bak og Dudek voru valdnir í HM liðið.

Á HM skoraði ég 18 mörk þar af 12 með skalla…….

Árangur minn með Póllandi : 14 leikir 10 sigara 1 jafntefli 3 töp 38 mörk skoruð og 15 fengin á sig.

Í þeim 13 leikjum sem Bak lék undir minni stjórn skoraði hann 16 mörk,lagði upp 9 og var með 8.5 í meðaleinkunn.
Dudek var með 8 í meðaleinkunn.

Einnig náði Pólland 15 sæti á heimslistanum (hoppaði um 18 á hm)
þess má svo til gamans geta að Írana er í 14. sæti,Danir í áttunda og Kólumbía í níunda eftir gott gengi á hm.