Þetta er semsagt hundurinn minn, Bolla. Mér fannst þessi mynd koma alveg frábærlega út, og ég er líka að prufa að gera smá ramma og merkja hana :) Kringum 1/40, F3.2 og Iso 100. Tekin á Canon Powershot A630. Vinsamlegast bara uppbyggilega gagnrýni, er nú bara nýbyrjaður :-)
Þessa mynd tók ég af matarborðinu okkar á Gamlárskvöldi. Þetta er mestallt skraut sem var svo tekið af þegar maturinn kom. =)
Stillingarnar eru löngu gleymdar þar sem ég hafði verið að fikta mikið þetta kvöldið. Allaveganna, þá var myndin tekin á Canon EOS 40d með EF-S 17-85mm linsu.
Síðan eitt í viðbót. Ég tók þessa mynd á einhverja Konica Minolta vél, sem mér finnst ekki alveg vera að standa sig. Svo ég var svona að pæla í því hvaða vél þið mynduð mæla með undir 60 - 80 þús kallinum?
Ég var því miður of sein að taka þátt í keppninni, en mig langar samt að senda inn eina áramótamynd. Það var kveikt á neyðarblysi úr skipi í garðinum mínum og það kom þessi flotta rauða birta.
Þetta er mynd sem ég tók þegar ég var að prufa að taka myndir í myrkri. Iso 100, F2,8 eða 8 (man ekki) og 15sek. Tekið á Canon powershot a630. Fleiri myndir og þessi í betri upplausn - http://flickr.com/photos/adie5/
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..