Chimborazo eldfjallið í bakgrunni, sem er fjallið hliðiná bænum sem ég bjó í Ekvador og jafnframt sá tindur jarðar sem er lengst frá miðju jarðar. Og bein. Frekar brunnin útaf sólinni í bakgrunninum (duh) en lítið sem ég get gert í því..
Hér mynd af eitthverri plöntu sem er heima hjá mér. Tók hana með 75-300mm linsu, var með vélina á þrífæti ca 1,5m frá plöntuni (eins nálægt og ég gat með fókus) til að ná svona depth of field stemningu. sneri henni aðeins og croppaði, stillti levels og curves til að fá smá extreme grænan á laufblöðin.
Tók þessa mynd um daginn á Seltjarnarnesi. Tekin á Canon 20D með Canon EF 16-35 L á 31mm, ljósop f/8 og 66 sek, öll vinsla í tölvu var að leiðrétta WB og snúa myndinni þar sem hún var skökk.
Er í vali í skólanum sem kallast “Stafræn ljósmyndun” og þar fékk ég það verkefni að taka myndir af skólalífinu. Mér fannst þessi koma best út þar sem vinur minn sat í “skóginum” og var að spjalla við einhverja krakka.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..