10 Reglur ljósmyndarans 1. Hafðu alltaf myndavél nálægt þér!!!
Hversu oft hefur þú lent í einhverju sem þú vildir eiga mynd af en ekki verið með myndavél nálægt þér?

2. Farðu nálægt myndefninu
Til að geta myndað akkúrat það sem þú vilt.

3. Láttu fólk hafa nóg að gera, ekki reyna að stilla myndefni upp

4. Hafðu einfaldan bakgrunn
Bakgrunnurinn má ekki taka athyglina frá myndefninu.

5. Ekki hafa það sem þú ert að taka mynd af í miðju
myndin nýtur sín betur (ekki alltaf þó) þannig

6. Ef þú ert að taka “still” myndir er oft gott að hafa eitthvað í forgrunni.

7. Reyndu að hafa góða lýsingu
Það er skemmtilegra að fá skýra mynd heldur en svartan blett

8. Vertu stöðug(ur) við myndatöku
Þá verður myndin síður hreyfð

9. Notaðu flassið
Það bætir upp fyrir birtuleysi og er mjög gott þegar verið að er taka myndir í sól.

10. Veldu rétta filmu
ASA tala segir til um grófleika korna á filmunni, sem segir til um grófleika myndarinnar.