Ég rak augun í lítið afstyrmi sem einhver sniðug sál hafði sett inná einn korkinn undir því yfirskini að það væri ljóð. Því var ég ekki sammála enda var viðkomandi verk ekki aðeins arfaslakt og snautt allri listrænni hugsun heldur einnig ósmekklegur incest fíflagangur.

Ég hef jafn gaman af klámvísum og blautum kveðskap eins og hver annar en ég nenni ekki að hafa hér uppi fyrir allra augum ílla samsettar kynlífslýsingar óþroskaðra einstaklinga um hvað þeir vilji gera við móður sína og því gerði ég eins og góðum dreng sæmir og fór út með ruslið.
Endilega verið smekkleg í dónaskapnum.

Dónaskapur dreifður er
þó dulinn sé hann víða.
Það er ljóst að þessum hér
þykir gott að r**a.


Góðar stundir.