Þetta er eins og þegar menn kveðast á nema að hér skal ausa svívirðingum yfir þann sem orti á undan.

Þar sem ég byrja þá ætla ég að velja einhvern sem ég efa ekki að muni svara vel fyrir sig, hann Steindór.

Fullur strax á fyrsta bjór
fáránlega mikið sljór
Seint mun tappinn teljast mjór
tregur bjáni er Steindór.

Nú á næsti maður að níða mig hérna á opinberum vef. Níðið má vera undir hvaða hætti sem er en æskilegt er að menn allavega reyni að fylgja bragfræðinni.