Jæja, eigum við ekki að prófa eitthvað nýtt núna. Ég kem með vísu og vísan á eftir verður að byrja á sama orði og ég enda.
Við skulum reyna að fylgja stuðlareglunum en ef þið eruð ekki alveg viss prófið endilega samt. Ég skal þá benda ykkur á hvað er rangt á skiljanlegan máta. Þannig getið þið líka notað þetta til að læra ferskeytluformið og fengið ókeypis kennslu í bragfræði.
Dæmi:
Geisla/ varla/ vísur/ mínar,
vel þó/ hlúi/ að þeim.
Eins og/ gelgjan/ ung víst/ brýnar:
Alveg/ glatað/ lame!

Ef menn muna að hafa annan hvorn stuðulinn í þriðju kveðu eins og ég hef boldað hérna að ofan þá má hinn stuðullinn í rauninni vera hvar sem er.

Prófum þetta.

Hraðar get ég harla ort,
heimska mun það stoppa.
Vísa þessi´ er versta sort,
vel munt hana toppa!


Þá byrjar næsti maður á orðinu toppa og má auðvitað beygja og bjaga orðið að vild.