Ég gróf og gróf, djúpt eftir ást
hvernig gat þetta gerst? Ástin hvergi sást,
ég kafaði á botninn á mínu stóra hjarta
en hvergi fannst ástin bjarta.

Afhverju ég, endilega ég? Spurði ég mig
en varð svo litið á þig,
þú ert greinilega ekki riddari á hvítum hesti
snautaðu bara, góði besti!

Ég horfð’ á hann fara með hangandi haus
núna er ég fullkomlega áhyggjulaus,
en ástin er greinilega ekki lykillin að eilífðri gleði
nú ég tæki við henni við glöðu geði.

Því eftir mánuð mér ekki mjög skemmt var
skaust á blautum mánudegi niður á bar,
en hver sat þar eins og ekkert væri
og engann grun um sorgina sem ég bæri?

Það var riddarinn á hinum hvíta hesti
velkominn aftur, elsku besti,
þú heyrðir ekki neitt af þessu
sast bara rólegur við hliðina á prinsessu.

Ég veifaði og hrópaði en þú mig ekki sást
því þú varst af henni blindaður af ást.





ef þér finnst þetta ljóð sökka, langar mig ekkert að vita það, haltu því bara fyrir sjálfan þig ;Þ