þegar
ég hjóla
á harðakani
eins hratt og ég get
meðfram hafinu bláa
fyllist hjartað af hamingju

og hugurinn flýgur
svo hratt – og svo hratt
að fæturnir hamast og snúast og snúast

en flugfima kríugerið
með hvössustu goggana gefst ekki upp
og eltir mig uppi með einbeittan árásarhug

en finnur engan höggstað - fyrir hjálminum



(ennþá í Gróttu… þar eru fuglarnir og frelsið)