Get ekki orða bundist yfir síðustu umræðu!

Að rýna og gagnrýna ljóð er ekki auðvelt verk, og vandaðar umsagnir um ljóð eru ekki gripnar upp af götunni. Þeir sem nenna og geta komið með slíkt framlag hér inn á síðunni eiga miklar þakkir skilið, og mér finnst að við sem sendum hingað inn afskaplega misgóð ljóð verðum að hafa umburðalyndi til þess að þola mönnum að koma með álit sem er þvert á eigin skoðanir um ágæti ljóða, ekkert frekar en hægt er að gera þær kröfur til skálda að þau birti aðeins góð ljóð sem öllum falla í geð.

Má vera að gullhamrar séu skemmtilegri en ábendingar um galla, (btw, takk, það er gaman að fá þá líka), en heldur er það þroskalítið umhverfi fyrir skáld að sjá aldrei neina gagnrýni ……

Svo, þið Hildur, tmar og fleiri sem hafa verið að koma með góða gagnrýni, takk og haldið þið endilega áfram, megið mjög gjarnan tæta allavega mín ljóð í strimla og ræmur …..